Óánægja meðal lækna: Fundur með ráðherra ekki sýndur í beinni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. september 2014 23:16 Fátt var um svör hjá Kristjáni Þór Júlíussyni að mati lækna sem sóttu fundinn í dag. Mikill hiti var í fundargestum á aðalfundi Læknafélags Íslands sem fram fór í dag. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra flutti ræðu á fundinum auk þess að svara spurningum fundargesta. Var fundurinn sérstaklega vel sóttur en mikil reiði er í stétt lækna með stöðu heilbrigðismála á Íslandi. Kjarasamningur ríkisins við íslenska lækna rann út þann 31. janúar eða fyrir tæpum átta mánuðum. „Ég stend ekki hér til að reyna að sannfæra ykkur eða aðra um að íslenska heilbrigðiskerfið sé eins og best verður á kosið og hafið yfir gagnrýni. Ég veit eins vel og þið að þannig er það ekki. Ég, eins og þið, veit að við getum gert miklu betur,“ sagði ráðherra í ræðu sinni. Fjölmargir læknar á landsbyggðinni og erlendis sýndu því áhuga að geta fylgst með aðalfundinum í beinni útsendingu á lokuðu neti lækna. Ekkert varð hins vegar af því að fundurinn yrði sendur út beint. Þetta mæltist ekki vel fyrir hjá fjölmörgum læknum sem ekki áttu heimangengt, sem vildu fylgjast með pallborðsumræðum með heilbrigðisráðherranum. Þar beindu fundargestir spurningum til ráðherra, meðal annars hvort hann hefði áhyggjur af landflótta lækna frá Íslandi og hvort hann teldi boðlegt að grunnlaun lækna að loknu ámi næðu ekki grunnframfærsluviðmiðum velferðaráðuneytisins.Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags ÍslandsÍ samtali við Vísi segir Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands, að komið hafi til umræðu að senda fundinn út á netinu. „Við vorum að spökulera í því í ár – þó svo að það hafi ekki verið hefð fyrir því að senda út frá aðalfundinum,“ segir Þorbjörn en bætti við hafi þó tíðkast að senda út frá öðrum fundum félagsins. Aðspurður um hvort hefðarrök hafi ráðið för við ákvörðunina um að senda ekki út frá fundinum sagði Þorbjörn svo ekki hafa verið. Fleiri þættir hafi komið til. „En ég tjái mig ekki um það,“ segir Þorbjörn. Samkvæmt heimildum Vísis gerði ráðherra athugasemd við það að pallborðsumræðurnar yrðu teknar upp og sendar beint út. Þorbjörn segir „ákveðinn hita“ hafa verið í fundarmönnum í umræðunum með ráðherra en að umræðurnar hafi þó verið „ágætar“. Fundurinn hafi verið vel sóttur og margir tekið til máls. Þorbjörn segir að ráðherrann hafi aldrei áður setið jafn lengi á rökstólum við fundargesti aðalfundarins eins og í ár - eða í um tvo og hálfan tíma. Það var þó almenn skoðun lækna sem fundinn sátu, samkvæmt heimildum Vísis, að fátt hefði verið um svör hjá ráðherra við þeim spurningum sem brunnu á vörum lækna. Bar þar hæst hvernig ráðherra ætlaði að leiðrétta kjör lækna og stöðva aukin flótta lækna til starfa erlendis en nokkrar spurninganna má sjá hér að neðan:Hefur ráðherra ekki áhyggjur af læknaskorti og landflótta lækna frá Íslandi?Til hvaða sértæku aðgerða hefur ráðherra gripið og/eða hyggst grípa til að snúa þróuninni við?Telur ráðherra boðlegt að grunnlaun lækna eftir sex ára háskólanám nægi ekki til grunnframfærslu?Hvernig hyggst ráðherra tryggja að lágmarkslaun lækna verði leiðrétt til jafns við aðrar stéttir og í hlutfalli við lengd náms, ábyrgð og álag í starfi?Hvernig hyggst ráðherra beita sér til að tryggja að kjarasamningaviðræður við lækna klárist án átaka? Ekki náðist í Kristján Þór Júlíusson við gerð fréttarinnar. Tengdar fréttir Segja Ísland stefna í að verða krabbameinslæknalaust Krabbameinslæknar segja að verulega hafi dregið úr starfsánægju krabbameinslækna hér á landi og þeim hafi fækkað, en sjúklingum fjölgað. 25. september 2014 09:12 Áætlanir um framtíð Landspítalans kynntar á fyrri hluta næsta árs Heilbrigðisráðherra segir í bígerð hjá ríkisstjórninni að undirbúa og hefja framkvæmdir við byggingu nýs spítala þegar fjármögnun hefur verið tryggð, vonandi á fyrri hluta næsta árs. 25. september 2014 19:30 Vilja nefnd um nýjan Landspítala Fjórtán stjórnarandstöðuþingmenn vilja að Alþingi kjósi nefnd til að fylgja eftir fyrri ályktun þingsins 22. september 2014 17:02 Læknar hættir að koma heim Neyðarástand blasir við í krabbameinslækningum á Íslandi. 25. september 2014 15:36 Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Sjá meira
Mikill hiti var í fundargestum á aðalfundi Læknafélags Íslands sem fram fór í dag. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra flutti ræðu á fundinum auk þess að svara spurningum fundargesta. Var fundurinn sérstaklega vel sóttur en mikil reiði er í stétt lækna með stöðu heilbrigðismála á Íslandi. Kjarasamningur ríkisins við íslenska lækna rann út þann 31. janúar eða fyrir tæpum átta mánuðum. „Ég stend ekki hér til að reyna að sannfæra ykkur eða aðra um að íslenska heilbrigðiskerfið sé eins og best verður á kosið og hafið yfir gagnrýni. Ég veit eins vel og þið að þannig er það ekki. Ég, eins og þið, veit að við getum gert miklu betur,“ sagði ráðherra í ræðu sinni. Fjölmargir læknar á landsbyggðinni og erlendis sýndu því áhuga að geta fylgst með aðalfundinum í beinni útsendingu á lokuðu neti lækna. Ekkert varð hins vegar af því að fundurinn yrði sendur út beint. Þetta mæltist ekki vel fyrir hjá fjölmörgum læknum sem ekki áttu heimangengt, sem vildu fylgjast með pallborðsumræðum með heilbrigðisráðherranum. Þar beindu fundargestir spurningum til ráðherra, meðal annars hvort hann hefði áhyggjur af landflótta lækna frá Íslandi og hvort hann teldi boðlegt að grunnlaun lækna að loknu ámi næðu ekki grunnframfærsluviðmiðum velferðaráðuneytisins.Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags ÍslandsÍ samtali við Vísi segir Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands, að komið hafi til umræðu að senda fundinn út á netinu. „Við vorum að spökulera í því í ár – þó svo að það hafi ekki verið hefð fyrir því að senda út frá aðalfundinum,“ segir Þorbjörn en bætti við hafi þó tíðkast að senda út frá öðrum fundum félagsins. Aðspurður um hvort hefðarrök hafi ráðið för við ákvörðunina um að senda ekki út frá fundinum sagði Þorbjörn svo ekki hafa verið. Fleiri þættir hafi komið til. „En ég tjái mig ekki um það,“ segir Þorbjörn. Samkvæmt heimildum Vísis gerði ráðherra athugasemd við það að pallborðsumræðurnar yrðu teknar upp og sendar beint út. Þorbjörn segir „ákveðinn hita“ hafa verið í fundarmönnum í umræðunum með ráðherra en að umræðurnar hafi þó verið „ágætar“. Fundurinn hafi verið vel sóttur og margir tekið til máls. Þorbjörn segir að ráðherrann hafi aldrei áður setið jafn lengi á rökstólum við fundargesti aðalfundarins eins og í ár - eða í um tvo og hálfan tíma. Það var þó almenn skoðun lækna sem fundinn sátu, samkvæmt heimildum Vísis, að fátt hefði verið um svör hjá ráðherra við þeim spurningum sem brunnu á vörum lækna. Bar þar hæst hvernig ráðherra ætlaði að leiðrétta kjör lækna og stöðva aukin flótta lækna til starfa erlendis en nokkrar spurninganna má sjá hér að neðan:Hefur ráðherra ekki áhyggjur af læknaskorti og landflótta lækna frá Íslandi?Til hvaða sértæku aðgerða hefur ráðherra gripið og/eða hyggst grípa til að snúa þróuninni við?Telur ráðherra boðlegt að grunnlaun lækna eftir sex ára háskólanám nægi ekki til grunnframfærslu?Hvernig hyggst ráðherra tryggja að lágmarkslaun lækna verði leiðrétt til jafns við aðrar stéttir og í hlutfalli við lengd náms, ábyrgð og álag í starfi?Hvernig hyggst ráðherra beita sér til að tryggja að kjarasamningaviðræður við lækna klárist án átaka? Ekki náðist í Kristján Þór Júlíusson við gerð fréttarinnar.
Tengdar fréttir Segja Ísland stefna í að verða krabbameinslæknalaust Krabbameinslæknar segja að verulega hafi dregið úr starfsánægju krabbameinslækna hér á landi og þeim hafi fækkað, en sjúklingum fjölgað. 25. september 2014 09:12 Áætlanir um framtíð Landspítalans kynntar á fyrri hluta næsta árs Heilbrigðisráðherra segir í bígerð hjá ríkisstjórninni að undirbúa og hefja framkvæmdir við byggingu nýs spítala þegar fjármögnun hefur verið tryggð, vonandi á fyrri hluta næsta árs. 25. september 2014 19:30 Vilja nefnd um nýjan Landspítala Fjórtán stjórnarandstöðuþingmenn vilja að Alþingi kjósi nefnd til að fylgja eftir fyrri ályktun þingsins 22. september 2014 17:02 Læknar hættir að koma heim Neyðarástand blasir við í krabbameinslækningum á Íslandi. 25. september 2014 15:36 Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Sjá meira
Segja Ísland stefna í að verða krabbameinslæknalaust Krabbameinslæknar segja að verulega hafi dregið úr starfsánægju krabbameinslækna hér á landi og þeim hafi fækkað, en sjúklingum fjölgað. 25. september 2014 09:12
Áætlanir um framtíð Landspítalans kynntar á fyrri hluta næsta árs Heilbrigðisráðherra segir í bígerð hjá ríkisstjórninni að undirbúa og hefja framkvæmdir við byggingu nýs spítala þegar fjármögnun hefur verið tryggð, vonandi á fyrri hluta næsta árs. 25. september 2014 19:30
Vilja nefnd um nýjan Landspítala Fjórtán stjórnarandstöðuþingmenn vilja að Alþingi kjósi nefnd til að fylgja eftir fyrri ályktun þingsins 22. september 2014 17:02
Læknar hættir að koma heim Neyðarástand blasir við í krabbameinslækningum á Íslandi. 25. september 2014 15:36