Sexting algengara en flesta grunar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 25. september 2014 17:43 Barnaverndarþing 2014 fór fram á Hilton hóteli í dag. vísir/ernir Miklum fjölda ljósmynda af fáklæddum börnum og unglingum er dreift um netið á ári hverju. Fyrir tilstuðlan internetsins og með aukinni tækni hefur það færst í aukana undanfarin ár. Því er mikilvægt að upplýsa fólk og auka forvarnir og þekkingu barna og foreldra á þessari nýju birtingamynd kynferðisofbeldis sem virðist hafa náð að ryðja sér til rúms í heiminum öllum og virðist vera komið til að vera. Þetta er á meðal þess sem fram kom á Barnaverndarþingi 2014 á Hilton hóteli í dag. Þetta nýja fyrirbæri kallast „sexting“ og hefur Barnahús komið upp sérstökum gagnagrunni til að fylgjast með slíkum málum. Margrét K. Magnúsdóttir, sálfræðingur og sérhæfður rannsakandi í Barnahúsi, bar erindið upp á málþinginu í dag. „Sexting er afleiðing tækninýjunga og er mun algengara en flesta grunar. Í Bandaríkjunum hafa verið gerðar rannsóknir sem sýna það að um 20 prósent barna á aldrinum 12-14 ára hafa sextað. Þetta er mun algengara á meðal unglinga sem eru farnir að líta á þetta sem sjálfsagðan hlut,“ sagði Margrét í ræðu sinni í dag. „Einföld skilgreining á sexting er: að senda, fá sent og deila með öðrum kynferðislegum myndum og/eða texta á rafrænu formi og einskorðast ekki einungis við farsíma," bætti Margrét við. Málþingið var þétt setið.vísir/ernirMóðir Tinnu heldur baráttu hennar áfram Hugsjónar- og baráttukonan Tinna Ingólfsdóttir vakti verðskuldaða athygli á máli þessu í apríl síðastliðnum. Þrettán ára gömul sendi hún nektarmyndir af sjálfri sér til manna sem hún hafði einungis spjallað við á internetinu. Myndirnar fóru í kjölfarið í dreifingu. Málið tók verulega á Tinnu bæði á líkama og sál og hafði alvarlegar afleiðingar í för með sér. Lokaði hún sig af félagslega og átti erfitt uppdráttar í grunnskóla. „Ég var kölluð druslan,“ sagði hún í viðtali í Íslandi í dag sem gestir málþingsins horfðu á í dag. Tinna lést þann 21.maí síðastliðinn en móðir hennar sat málþingið og heldur baráttu Tinnu áfram. „Tinna hafði alltaf kjark og þor til að segja sína meiningu og þarna gerði hún það eftirminnilega og ég er glöð að hún hafi náð að vekja máls á þessu. Frænka hennar hafði þó einnig orðið fyrir þessu og við Tinna höfðum oft rætt þetta og vorum meðvitaðar um hættuna. Það að hún vissi þetta var samt ekki næg forvörn til að passa sig á að gera ekki svona hluti. Þetta sýnir hvað félagslegur þrýstingur og léleg sjálfsmynd hefur mikil áhrif á að slíkt gerist,“ sagði Inga Vala Jónsdóttir, móðir Tinnu.Hótanir í garð þolenda algengar Margrét sagði fæsta gera sér grein fyrir því hvað það í raun sé sem flokkast sem barnaklám, en myndir af börnum yngri en fimmtán falla undir þann flokk. „Um 88 prósent af myndum á ólöglegum barnaklámssíðum hefur verið stolið með þessum hætti. Þetta er alvarlegur glæpur og ég held að fæstir krakkar geri sér grein fyrir því að það að senda eða fá sendar slíka myndir sé barnaklám. Allt undir 15 ára aldri er flokkað undir barnaklám,“ sagði Margrét. Margrét nefndi þær hættur sem það getur haft í för með sér að senda frá sér slíkar myndir og að auðvelt sé að komast í einskonar vítahring í kjölfar þessa. Hótanir í garð þeirra sem senda myndirnar væru algengastar. „Hótanir eru mjög algengar. Það er auðvelt fyrir viðkomandi að hóta því að senda myndina eitthvert annað eða að setja þær á netið ef hann fær ekki fleiri myndir.“ Hún sagði hótanir í garð þeirra sem senda myndirnar mjög algengar. „Það er mjög auðvelt fyrir viðkomandi að hóta því að senda myndirnar eitthvert annað eða að setja þær á netið ef hann fær ekki fleiri myndir.“ Málunum fer ört fjölgandi Margrét sagði málum sem þessum fara ört fjölgandi og hefur því verið settur upp gagnagrunnur til að fylgjast með þessum málum svo hægt sé að sporna gegn því. Nauðsynlegt sé að takast á við þessa nýju birtingamynd af kynferðislegu ofbeldi sem tilkomin er af nýrri tækni. „Þetta er vissulega ný birtingamynd af kynferðisofbeldi en viðbrögð barnaverndarnefndar við slíkum málum er eins og önnur kynferðismál. Sexting er áhættuhegðun sem ber að tilkynna til Barnaverndar,“ sagði Margrét. Tengdar fréttir „Ég var ófermd og bara krakki“ - Myndirnar enn í drefingu á netinu Rétt nýorðin þrettán ára gömul, haustið 2005, tók ung stúlka, Tinna Ingólfsdóttir, af sér nektarmyndir og sendi til manna sem hún taldi vini sína á internetinu. 23. apríl 2014 16:00 Lögreglan máttlaus gagnvart nektarmyndum á netinu Netsíða þar sem birtar eru myndir af barnungum íslenskum stúlkum í kynferðislegum tilgangi er enn opin. Málið hefur legið á borði lögreglunnar í hálft ár. 8. september 2014 07:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Miklum fjölda ljósmynda af fáklæddum börnum og unglingum er dreift um netið á ári hverju. Fyrir tilstuðlan internetsins og með aukinni tækni hefur það færst í aukana undanfarin ár. Því er mikilvægt að upplýsa fólk og auka forvarnir og þekkingu barna og foreldra á þessari nýju birtingamynd kynferðisofbeldis sem virðist hafa náð að ryðja sér til rúms í heiminum öllum og virðist vera komið til að vera. Þetta er á meðal þess sem fram kom á Barnaverndarþingi 2014 á Hilton hóteli í dag. Þetta nýja fyrirbæri kallast „sexting“ og hefur Barnahús komið upp sérstökum gagnagrunni til að fylgjast með slíkum málum. Margrét K. Magnúsdóttir, sálfræðingur og sérhæfður rannsakandi í Barnahúsi, bar erindið upp á málþinginu í dag. „Sexting er afleiðing tækninýjunga og er mun algengara en flesta grunar. Í Bandaríkjunum hafa verið gerðar rannsóknir sem sýna það að um 20 prósent barna á aldrinum 12-14 ára hafa sextað. Þetta er mun algengara á meðal unglinga sem eru farnir að líta á þetta sem sjálfsagðan hlut,“ sagði Margrét í ræðu sinni í dag. „Einföld skilgreining á sexting er: að senda, fá sent og deila með öðrum kynferðislegum myndum og/eða texta á rafrænu formi og einskorðast ekki einungis við farsíma," bætti Margrét við. Málþingið var þétt setið.vísir/ernirMóðir Tinnu heldur baráttu hennar áfram Hugsjónar- og baráttukonan Tinna Ingólfsdóttir vakti verðskuldaða athygli á máli þessu í apríl síðastliðnum. Þrettán ára gömul sendi hún nektarmyndir af sjálfri sér til manna sem hún hafði einungis spjallað við á internetinu. Myndirnar fóru í kjölfarið í dreifingu. Málið tók verulega á Tinnu bæði á líkama og sál og hafði alvarlegar afleiðingar í för með sér. Lokaði hún sig af félagslega og átti erfitt uppdráttar í grunnskóla. „Ég var kölluð druslan,“ sagði hún í viðtali í Íslandi í dag sem gestir málþingsins horfðu á í dag. Tinna lést þann 21.maí síðastliðinn en móðir hennar sat málþingið og heldur baráttu Tinnu áfram. „Tinna hafði alltaf kjark og þor til að segja sína meiningu og þarna gerði hún það eftirminnilega og ég er glöð að hún hafi náð að vekja máls á þessu. Frænka hennar hafði þó einnig orðið fyrir þessu og við Tinna höfðum oft rætt þetta og vorum meðvitaðar um hættuna. Það að hún vissi þetta var samt ekki næg forvörn til að passa sig á að gera ekki svona hluti. Þetta sýnir hvað félagslegur þrýstingur og léleg sjálfsmynd hefur mikil áhrif á að slíkt gerist,“ sagði Inga Vala Jónsdóttir, móðir Tinnu.Hótanir í garð þolenda algengar Margrét sagði fæsta gera sér grein fyrir því hvað það í raun sé sem flokkast sem barnaklám, en myndir af börnum yngri en fimmtán falla undir þann flokk. „Um 88 prósent af myndum á ólöglegum barnaklámssíðum hefur verið stolið með þessum hætti. Þetta er alvarlegur glæpur og ég held að fæstir krakkar geri sér grein fyrir því að það að senda eða fá sendar slíka myndir sé barnaklám. Allt undir 15 ára aldri er flokkað undir barnaklám,“ sagði Margrét. Margrét nefndi þær hættur sem það getur haft í för með sér að senda frá sér slíkar myndir og að auðvelt sé að komast í einskonar vítahring í kjölfar þessa. Hótanir í garð þeirra sem senda myndirnar væru algengastar. „Hótanir eru mjög algengar. Það er auðvelt fyrir viðkomandi að hóta því að senda myndina eitthvert annað eða að setja þær á netið ef hann fær ekki fleiri myndir.“ Hún sagði hótanir í garð þeirra sem senda myndirnar mjög algengar. „Það er mjög auðvelt fyrir viðkomandi að hóta því að senda myndirnar eitthvert annað eða að setja þær á netið ef hann fær ekki fleiri myndir.“ Málunum fer ört fjölgandi Margrét sagði málum sem þessum fara ört fjölgandi og hefur því verið settur upp gagnagrunnur til að fylgjast með þessum málum svo hægt sé að sporna gegn því. Nauðsynlegt sé að takast á við þessa nýju birtingamynd af kynferðislegu ofbeldi sem tilkomin er af nýrri tækni. „Þetta er vissulega ný birtingamynd af kynferðisofbeldi en viðbrögð barnaverndarnefndar við slíkum málum er eins og önnur kynferðismál. Sexting er áhættuhegðun sem ber að tilkynna til Barnaverndar,“ sagði Margrét.
Tengdar fréttir „Ég var ófermd og bara krakki“ - Myndirnar enn í drefingu á netinu Rétt nýorðin þrettán ára gömul, haustið 2005, tók ung stúlka, Tinna Ingólfsdóttir, af sér nektarmyndir og sendi til manna sem hún taldi vini sína á internetinu. 23. apríl 2014 16:00 Lögreglan máttlaus gagnvart nektarmyndum á netinu Netsíða þar sem birtar eru myndir af barnungum íslenskum stúlkum í kynferðislegum tilgangi er enn opin. Málið hefur legið á borði lögreglunnar í hálft ár. 8. september 2014 07:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
„Ég var ófermd og bara krakki“ - Myndirnar enn í drefingu á netinu Rétt nýorðin þrettán ára gömul, haustið 2005, tók ung stúlka, Tinna Ingólfsdóttir, af sér nektarmyndir og sendi til manna sem hún taldi vini sína á internetinu. 23. apríl 2014 16:00
Lögreglan máttlaus gagnvart nektarmyndum á netinu Netsíða þar sem birtar eru myndir af barnungum íslenskum stúlkum í kynferðislegum tilgangi er enn opin. Málið hefur legið á borði lögreglunnar í hálft ár. 8. september 2014 07:00