Læknar hættir að koma heim Jakob Bjarnar skrifar 25. september 2014 15:36 Örvar er sérmenntaður í krabbameinslækningum en er ekki á leið heim að öllu óbreyttu. Sex íslenskir læknar, sem hafa nýlokið eða eru í sérnámi í krabbameinslækningum, segja í grein í Fréttablaðinu í dag að sá möguleiki sé fyrir hendi að Ísland verði krabbameinslækna-laust árið 2020. Neyðarástand blasir við að þeirra mati. „Við erum öll annað hvort nýbúin að ljúka námi í krabbameinslækningum eða erum við að klára. Það er náttúrlega óumdeilt sem þekkja til á Íslandi í dag að það er neyðarástand sé litið til mönnunar í krabbameinslækningum,“ segir einn þeirra, Örvar Gunnarsson, sem nú starfar við University of Pennsylvania í Philadelpiu í Bandaríkjunum. Neyðarástandið lýtur ekki einungis að mönnun heldur öllum aðbúnaði og framtíðarhorfum sé litið til heilbrigðiskerfisins á Íslandi – nokkuð sem hefur verið þekkt í um árabil.Sjö krabbameinslæknar á Íslandi Höfundar greinarinnar, sem vakið hefur mikla athygli, eru búsettir í Bandaríkjunum, Danmörku og Svíþjóð. Þau segjast gjarnan vilja snúa heim til Íslands en það sé vart í boði. Þá segir að þriðjungur íslensku þjóðarinnar muni greinast með krabbamein á lífsleiðinni og muni þurfa á að halda læknisaðstoð skurð- og/eða krabbameinslæknis. Á sama tíma og fjöldi sjúklinga hefur aukist, hefur starfandi krabbameinslæknum á Íslandi fækkað verulega. Árið 2008 voru 13 krabbameinslæknar starfandi á Íslandi sem var ekki talið fullnægjandi á þeim tíma en í dag eru þeir sjö talsins. Verulegur atgervisflótti hefur verið meðal þeirra sem hafa stundað langtímanám á Íslandi nú um árabil. Og Örvar segir verulegt áhyggjuefni að ekki virðist mikill áhugi hjá þeim sem nema krabbameinslækningar ytra að koma til baka. „Fólk sem starfar við þetta fer að hætta sökum aldurs. Og svo fer fólk annað, vegna álags. Það endar auðvitað þannig að það verða ekki margir eftir sé litið til náinnar framtíðar. Það er mjög mikið að gera hjá þeim sem enn standa vaktina á Íslandi.“Fólk vill koma heim en er það nánast ómögulegt En, hvernig er þetta með Örvar sjálfan, hyggst hann sjálfur koma heim? „Ég held að fyrir langflesta lækna sem fara utan í sérnám, og ábyggilega í okkar hópi, þá getum við örugglega öll sagt það að við vildum helst koma til baka til Íslands. Og að það sé alltaf á stefnuskránni að koma til baka til Íslands. En það er hins vegar ekki nokkuð sem fólk er tilbúið að gera af hugsjón einni saman og að geta verið hjá fjölskyldu, ættingjum og vinum. Þetta er kannski meira spurning um að fólk þarf að geta sér fyrir sér einhverja framtíð bæði í starfi og fyrir sína fjölskyldu á Íslandi.“ Nú virðist sem langskólamenntun borgi sig engan veginn, sé litið til tekna. Virðist Örvari sem menntun sé harla lítils metin á Íslandi, þá af stjórnvöldum?„Þetta er kannski stærri spurning en ég geti komið fram með svör við. En, ég held að það sé mörgum, og eflaust fleirum en í minni stétt, sem finnst menntun mismikils metin. Ekki endilega bara af stjórnvöldum heldur í samfélaginu almennt, þar sem þú sérð mjög mikla skiptingu tekna án tillits til menntunar.“Engir læknar til að sinna krabbameinssjúkum En, það stefnir sem sagt í að innan fárra ára verði engir krabbameinslæknar starfandi á Íslandi. Það er skelfileg framtíðarsýn. „Staðan er náttúrlega sú að það eru bara mjög fáir eftir í dag. Maður veit það líka, segjum að það séu einn til tveir sem láta af störfum fljótlega, þá er staðan sú að ekki er hægt að sinna þeim sjúklingum sem þarf að sinna. Það er augljóst mál, í rauninni. Það er hins vegar ekki svo að það sé krabbameinslæknalaust á Íslandi. Það eru læknar sem eru sérmenntaðir í greininni sem hafa horfið til annarra starfa. Og eru að sinna öðru.“Hvað myndirðu vilja sjá gert? „Það er náttúrlega bara kannski mitt álit, fremur en að ég geti talað fyrir allan þennan hóp. Eitt er með kjörin en fólk þarf líka að geta séð fyrir sér til dæmis framtíð í starfi að teknu tillits til húsakosts Landspítalans. Svo er hitt að ef fólk er að koma til baka til Íslands, þar sem er hriplekur bátur og stoppað í kannski eitt gat, en báturinn sekkur samt, þá er það náttúrlega ekki mikið vit. Það þarf að vera einhver framtíðarsýn svo maður geti séð fyrir sér að hlutirnir séu að fara að breytast. Að maður sé ekki að koma heim og starfa í einhverju neyðarástandi, gefast þá upp eftir eitt til tvö ár og flytja þá aftur út. Það þarf að vera einhver framtíð sem fólk getur séð fyrir sér,“ segir Örvar, læknir í Philadelpiu. Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fleiri fréttir Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Sjá meira
Sex íslenskir læknar, sem hafa nýlokið eða eru í sérnámi í krabbameinslækningum, segja í grein í Fréttablaðinu í dag að sá möguleiki sé fyrir hendi að Ísland verði krabbameinslækna-laust árið 2020. Neyðarástand blasir við að þeirra mati. „Við erum öll annað hvort nýbúin að ljúka námi í krabbameinslækningum eða erum við að klára. Það er náttúrlega óumdeilt sem þekkja til á Íslandi í dag að það er neyðarástand sé litið til mönnunar í krabbameinslækningum,“ segir einn þeirra, Örvar Gunnarsson, sem nú starfar við University of Pennsylvania í Philadelpiu í Bandaríkjunum. Neyðarástandið lýtur ekki einungis að mönnun heldur öllum aðbúnaði og framtíðarhorfum sé litið til heilbrigðiskerfisins á Íslandi – nokkuð sem hefur verið þekkt í um árabil.Sjö krabbameinslæknar á Íslandi Höfundar greinarinnar, sem vakið hefur mikla athygli, eru búsettir í Bandaríkjunum, Danmörku og Svíþjóð. Þau segjast gjarnan vilja snúa heim til Íslands en það sé vart í boði. Þá segir að þriðjungur íslensku þjóðarinnar muni greinast með krabbamein á lífsleiðinni og muni þurfa á að halda læknisaðstoð skurð- og/eða krabbameinslæknis. Á sama tíma og fjöldi sjúklinga hefur aukist, hefur starfandi krabbameinslæknum á Íslandi fækkað verulega. Árið 2008 voru 13 krabbameinslæknar starfandi á Íslandi sem var ekki talið fullnægjandi á þeim tíma en í dag eru þeir sjö talsins. Verulegur atgervisflótti hefur verið meðal þeirra sem hafa stundað langtímanám á Íslandi nú um árabil. Og Örvar segir verulegt áhyggjuefni að ekki virðist mikill áhugi hjá þeim sem nema krabbameinslækningar ytra að koma til baka. „Fólk sem starfar við þetta fer að hætta sökum aldurs. Og svo fer fólk annað, vegna álags. Það endar auðvitað þannig að það verða ekki margir eftir sé litið til náinnar framtíðar. Það er mjög mikið að gera hjá þeim sem enn standa vaktina á Íslandi.“Fólk vill koma heim en er það nánast ómögulegt En, hvernig er þetta með Örvar sjálfan, hyggst hann sjálfur koma heim? „Ég held að fyrir langflesta lækna sem fara utan í sérnám, og ábyggilega í okkar hópi, þá getum við örugglega öll sagt það að við vildum helst koma til baka til Íslands. Og að það sé alltaf á stefnuskránni að koma til baka til Íslands. En það er hins vegar ekki nokkuð sem fólk er tilbúið að gera af hugsjón einni saman og að geta verið hjá fjölskyldu, ættingjum og vinum. Þetta er kannski meira spurning um að fólk þarf að geta sér fyrir sér einhverja framtíð bæði í starfi og fyrir sína fjölskyldu á Íslandi.“ Nú virðist sem langskólamenntun borgi sig engan veginn, sé litið til tekna. Virðist Örvari sem menntun sé harla lítils metin á Íslandi, þá af stjórnvöldum?„Þetta er kannski stærri spurning en ég geti komið fram með svör við. En, ég held að það sé mörgum, og eflaust fleirum en í minni stétt, sem finnst menntun mismikils metin. Ekki endilega bara af stjórnvöldum heldur í samfélaginu almennt, þar sem þú sérð mjög mikla skiptingu tekna án tillits til menntunar.“Engir læknar til að sinna krabbameinssjúkum En, það stefnir sem sagt í að innan fárra ára verði engir krabbameinslæknar starfandi á Íslandi. Það er skelfileg framtíðarsýn. „Staðan er náttúrlega sú að það eru bara mjög fáir eftir í dag. Maður veit það líka, segjum að það séu einn til tveir sem láta af störfum fljótlega, þá er staðan sú að ekki er hægt að sinna þeim sjúklingum sem þarf að sinna. Það er augljóst mál, í rauninni. Það er hins vegar ekki svo að það sé krabbameinslæknalaust á Íslandi. Það eru læknar sem eru sérmenntaðir í greininni sem hafa horfið til annarra starfa. Og eru að sinna öðru.“Hvað myndirðu vilja sjá gert? „Það er náttúrlega bara kannski mitt álit, fremur en að ég geti talað fyrir allan þennan hóp. Eitt er með kjörin en fólk þarf líka að geta séð fyrir sér til dæmis framtíð í starfi að teknu tillits til húsakosts Landspítalans. Svo er hitt að ef fólk er að koma til baka til Íslands, þar sem er hriplekur bátur og stoppað í kannski eitt gat, en báturinn sekkur samt, þá er það náttúrlega ekki mikið vit. Það þarf að vera einhver framtíðarsýn svo maður geti séð fyrir sér að hlutirnir séu að fara að breytast. Að maður sé ekki að koma heim og starfa í einhverju neyðarástandi, gefast þá upp eftir eitt til tvö ár og flytja þá aftur út. Það þarf að vera einhver framtíð sem fólk getur séð fyrir sér,“ segir Örvar, læknir í Philadelpiu.
Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fleiri fréttir Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Sjá meira