Íslenski boltinn

Aron Elís: Það er enn langt í land

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Pjetur
Aron Elís Þrándarson segir að enn sé langt í land þó svo að tilboð norska úrvalsdeildarfélagins Álasunds í sig hafi verið samþykkt af Víkingum.

„Næst á dagskrá eru samningaviðræður,“ sagði Aron Elís í samtali við Vísi í dag. „Ef það gengur vel mun ég fara út og skoða aðstæður hjá félaginu. Það er því enn nokkuð eftir.“

Honum líst þá vel á málið eins og það stendur nú. „Miðað við það sem ég hef heyrt og séð um félagið er það allt saman mjög gott. Aðalmálið er að ég fari í lið sem hefur trú á manni og þar sem ég mun fá tækifæri til að spila. Aðeins þannig get ég tekið næsta skref.“

„En ég er bara rólegur eins og er, þangað til að þetta er allt saman staðfest. Það hefur verið draumur hjá mér lengi að komast í atvinnumennsku og útlitið er bjart núna.“

Aron Elís hefur verið að glíma við meiðsli og er tæpur fyrir leik Víkings gegn KR um helgina. „Þetta gengur allt of hægt finnst mér. Ég verð bara að vera þolinmóður og gera mitt. Staðan verður tekin á morgun og þá kemur vonandi í ljós hvort ég nái leiknum gegn KR.“


Tengdar fréttir

Ólafur: Hefði viljað sjá tvo Valsara fara út af

Ólafur Þórðarson þjálfari Víkings var allt annað en sáttur við þá meðferð sem Aron Elís Þrándarson fékk hjá Valsmönnum í 1-1 jafntefli liðanna í kvöld í Pepsí deild karla í fótbolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×