Íslenski boltinn

Víkingur staðfestir sölu Arons Elísar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Víkingur
Aron Elís Þrándarson hefur verið seldur til Álasunds sem leikur í norsku úrvalsdeildinni.

Víkingur tilkynnti þetta í gær en Vísir greindi frá því í gær að þetta væri í vændum. Aron Elís á sjálfur eftir að semja um kaup og kjör.

Vísir greindi einnig frá því að Álasund greiði Víkingi 30 milljónir króna fyrir kappann en samkvæmt fréttatilkynningu er kaupverðið trúnaðarmál á milli félaganna.

Ef Aron Elís kemst að samkomulagi við félagið um kaup og kjör er líklegt að félagaskiptin gangi í gegn á janúar á næsta ári.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×