Varð af 60 milljónum vegna rigningar Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. september 2014 09:45 Phil Hughes á alveg fyrir salti í grautinn. vísir/getty Phil Hughes, kastari hafnaboltaliðs Minnesota Twins í bandarísku MLB-deildinni, varð af 60 milljónum króna í gærkvöldi þegar það byrjaði að rigna undir lok leiks liðsins gegn Arizona Diamondbacks. Hughes, sem gekk í raðir Minnesota frá stórveldinu New York Yankees fyrir tímabilið, var búinn að kasta í 201,2 lotum á tímabilinu, en hann átti að fá 500.000 dala bónus (60 milljónir króna) ef hann næði 210 lotum sem þykir mjög mikið fyrir kastara í MLB-deildinni. Hann þurfti því bara að kasta í átta lotum og ná einum manni út í þeirri níundu til að fá bónusinn. Hughes kastaði vissulega í átta lotur, en þá byrjaði að rigna og var hlé gert á leiknum. Þegar leikurinn hélt svo áfram fékk Hughes ekki að halda áfram. Kastarar í MLB-deildinni spila bara á fimm daga fresti (hvert lið spilar sex leiki á viku) en aðeins eru fjórir dagar eftir af tímabilinu. Hughes er því í raun kominn í vetrarfrí því Minnesota er ekki nálægt því að komast í úrslitakeppnina.Ron Gardenhire, þjálfari Twins-liðsins, sagði eftir leikinn að Hughes muni ekki koma inn á sem varamaður um helgina til að ná þessum eina manni úr leik sem hann vantar til að fá bónusinn. „Ég vissi alveg að svo færi. Sumir hlutir eiga bara ekki að gerast,“ sagði Phil Hughes eftir leikinn. Þó Hughes finnist rigningin vafalítið ekki góð þessa dagana þá þarf enginn að vorkenna honum. Hann gerði þriggja ára samning við Minnesota í nóvember í fyrra sem skila honum 24 milljónum dala. Þá er hann búinn að fá tvo bónusa á tímabilinu upp á 250.000 dali hvorn eða í heildina 60 milljónir króna aukalega fyrir að ná að kasta fyrst í 180 lotum og svo 195 lotum. Besti árangur hans áður var 191,1 lota tímabilið 2012. Íþróttir Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Enski boltinn Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Fleiri fréttir Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Í beinni: ÍR - ÍBV | Eyjakonur reyna að valda usla í Breiðholti Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Íþróttakonur verða frekar leiðtogar Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Sjá meira
Phil Hughes, kastari hafnaboltaliðs Minnesota Twins í bandarísku MLB-deildinni, varð af 60 milljónum króna í gærkvöldi þegar það byrjaði að rigna undir lok leiks liðsins gegn Arizona Diamondbacks. Hughes, sem gekk í raðir Minnesota frá stórveldinu New York Yankees fyrir tímabilið, var búinn að kasta í 201,2 lotum á tímabilinu, en hann átti að fá 500.000 dala bónus (60 milljónir króna) ef hann næði 210 lotum sem þykir mjög mikið fyrir kastara í MLB-deildinni. Hann þurfti því bara að kasta í átta lotum og ná einum manni út í þeirri níundu til að fá bónusinn. Hughes kastaði vissulega í átta lotur, en þá byrjaði að rigna og var hlé gert á leiknum. Þegar leikurinn hélt svo áfram fékk Hughes ekki að halda áfram. Kastarar í MLB-deildinni spila bara á fimm daga fresti (hvert lið spilar sex leiki á viku) en aðeins eru fjórir dagar eftir af tímabilinu. Hughes er því í raun kominn í vetrarfrí því Minnesota er ekki nálægt því að komast í úrslitakeppnina.Ron Gardenhire, þjálfari Twins-liðsins, sagði eftir leikinn að Hughes muni ekki koma inn á sem varamaður um helgina til að ná þessum eina manni úr leik sem hann vantar til að fá bónusinn. „Ég vissi alveg að svo færi. Sumir hlutir eiga bara ekki að gerast,“ sagði Phil Hughes eftir leikinn. Þó Hughes finnist rigningin vafalítið ekki góð þessa dagana þá þarf enginn að vorkenna honum. Hann gerði þriggja ára samning við Minnesota í nóvember í fyrra sem skila honum 24 milljónum dala. Þá er hann búinn að fá tvo bónusa á tímabilinu upp á 250.000 dali hvorn eða í heildina 60 milljónir króna aukalega fyrir að ná að kasta fyrst í 180 lotum og svo 195 lotum. Besti árangur hans áður var 191,1 lota tímabilið 2012.
Íþróttir Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Enski boltinn Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Fleiri fréttir Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Í beinni: ÍR - ÍBV | Eyjakonur reyna að valda usla í Breiðholti Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Íþróttakonur verða frekar leiðtogar Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Sjá meira