Malcolm Young snýr ekki aftur í AC/DC Orri Freyr Rúnarsson skrifar 24. september 2014 00:00 Malcolm Young er annar frá vinstri AC/DC hafa nú opinberað upplýsingar varðandi væntanlega breiðskífu frá hljómsveitinni en hún verður fyrsta breiðskífan í 41 ára sögu sveitarinnar sem inniheldur ekki gítarleik frá stofnmeðliminum Malcolm Young. Þá bárust einnig þær sorglegu fréttir að Malcolm Young muni ekki snúa aftur í AC/DC. En í apríl bárust þær fréttir að gítarleikarinn myndi taka sér pásu frá hljómsveitinni sökum slæmrar heilsu og spáðu margir að það myndi jafnvel þýða endalok sveitarinnar. Aðrir meðlimir sögðust hinsvegar staðráðnir í því að halda lífi í hljómsveitinni og vonuðust til þess að Malcolm Young gæti enn daginn snúið aftur. En nú hefur hinsvegar fengist staðfest að af því verður ekki. En nýja AC/DC platan er engu að síður væntanleg þann 1.desember og hefur hún hlutið nafnið „Rock Or Bust“ og mun innihalda 11 ný lög. En það er gítarleikarinn Stevie Young, frændi þeirra Malcolm og Angus, sem hjálpaði hljómsveitinni í hljóðverinu og mun hann einnig spila á gítar á væntanlegu tónleikaferðalagi. Eftir að hljómsveitin Foo Fighters kom fram á tónleikum í Richmond í Bandaríkjunum sem aðdáendur héldu sjálfir í kjölfar Kickstarter fjáröflunar hafa aðrir aðdáendur hljómsveitarinnar ákveðið að fylgja þessu fordæmi eftir og hafa t.d. Foo Fighters aðdáendur í Birmingham safnað £70.000 til að fá hljómsveitina þangað á næsta ári. En aðstandendur söfnunarinnar stefna á að safna alls £150.000. Dave Grohl segist sjálfur vera afar hrifinn af svona söfnunum og því aldrei að vita nema að hljómsveitin komi fram á fleiri söfnunartónleikum í framtíðinni.Thom Yorke er söngvari Radiohead.Thom Yorke, söngvari Radiohead, hefur staðfest að hljómsveitin sé búin að eyða síðustu tveimur dögum í hljóðveri að taka upp næstu plötu sína. En þetta kom fram á Twitter síðu Thom Yorke en hann hefur nýtt síðuna síðustu daga í að setja inn undarlegar færslur sem hafa gefið til kynna að verið sé að undirbúa næstu Radiohead plötu.Andre 3000, söngvari Outkast, stendur nú í ströngu við að kynna myndina Jimi: All Is By My Side, en myndin fjallar um ævi Jimi Hendrix og er það Andre sem leikur aðalhlutverkið. Hefur hann sagt að eitt það erfiðasta við hlutverkið hafi verið að læra að spila á örvhent á gítar, sérstaklega þar sem hann sjálfur er rétthentur og æfði hann sig því í að minnsta kosti 6 klukkutíma á hverjum einasta degi á meðan að undirbúningur stóð yfir. Þá þurfti hann einnig að létta sig um fjölmörg kíló til að líta út eins og Jimi Hendrix sjálfur. Harmageddon Mest lesið Umhverfisráðherra til í fórnir ef "fagmenn“ komast að þeirri niðurstöðu Harmageddon „Þeir sleppa aðal sannleikanum“ Harmageddon Hvaða samfélagsmiðlaplága kemur næst? Harmageddon Rússneskar herþotur fyrir íslenskt skattfé? Harmageddon Íslensk hljómsveit hitar upp fyrir The Pixies Harmageddon Atburðarás í Árbæ vekur upp margar spurningar Harmageddon Móðir Sævars poetrix viðurkennir ofbeldi Harmageddon Hljómsveitin Vök með útgáfutónleika í kvöld Harmageddon Íslenskir fjölmiðlar um Pixies Harmageddon Morrissey vill að prinsarnir Vilhjálmur og Harry skjóti sig Harmageddon
AC/DC hafa nú opinberað upplýsingar varðandi væntanlega breiðskífu frá hljómsveitinni en hún verður fyrsta breiðskífan í 41 ára sögu sveitarinnar sem inniheldur ekki gítarleik frá stofnmeðliminum Malcolm Young. Þá bárust einnig þær sorglegu fréttir að Malcolm Young muni ekki snúa aftur í AC/DC. En í apríl bárust þær fréttir að gítarleikarinn myndi taka sér pásu frá hljómsveitinni sökum slæmrar heilsu og spáðu margir að það myndi jafnvel þýða endalok sveitarinnar. Aðrir meðlimir sögðust hinsvegar staðráðnir í því að halda lífi í hljómsveitinni og vonuðust til þess að Malcolm Young gæti enn daginn snúið aftur. En nú hefur hinsvegar fengist staðfest að af því verður ekki. En nýja AC/DC platan er engu að síður væntanleg þann 1.desember og hefur hún hlutið nafnið „Rock Or Bust“ og mun innihalda 11 ný lög. En það er gítarleikarinn Stevie Young, frændi þeirra Malcolm og Angus, sem hjálpaði hljómsveitinni í hljóðverinu og mun hann einnig spila á gítar á væntanlegu tónleikaferðalagi. Eftir að hljómsveitin Foo Fighters kom fram á tónleikum í Richmond í Bandaríkjunum sem aðdáendur héldu sjálfir í kjölfar Kickstarter fjáröflunar hafa aðrir aðdáendur hljómsveitarinnar ákveðið að fylgja þessu fordæmi eftir og hafa t.d. Foo Fighters aðdáendur í Birmingham safnað £70.000 til að fá hljómsveitina þangað á næsta ári. En aðstandendur söfnunarinnar stefna á að safna alls £150.000. Dave Grohl segist sjálfur vera afar hrifinn af svona söfnunum og því aldrei að vita nema að hljómsveitin komi fram á fleiri söfnunartónleikum í framtíðinni.Thom Yorke er söngvari Radiohead.Thom Yorke, söngvari Radiohead, hefur staðfest að hljómsveitin sé búin að eyða síðustu tveimur dögum í hljóðveri að taka upp næstu plötu sína. En þetta kom fram á Twitter síðu Thom Yorke en hann hefur nýtt síðuna síðustu daga í að setja inn undarlegar færslur sem hafa gefið til kynna að verið sé að undirbúa næstu Radiohead plötu.Andre 3000, söngvari Outkast, stendur nú í ströngu við að kynna myndina Jimi: All Is By My Side, en myndin fjallar um ævi Jimi Hendrix og er það Andre sem leikur aðalhlutverkið. Hefur hann sagt að eitt það erfiðasta við hlutverkið hafi verið að læra að spila á örvhent á gítar, sérstaklega þar sem hann sjálfur er rétthentur og æfði hann sig því í að minnsta kosti 6 klukkutíma á hverjum einasta degi á meðan að undirbúningur stóð yfir. Þá þurfti hann einnig að létta sig um fjölmörg kíló til að líta út eins og Jimi Hendrix sjálfur.
Harmageddon Mest lesið Umhverfisráðherra til í fórnir ef "fagmenn“ komast að þeirri niðurstöðu Harmageddon „Þeir sleppa aðal sannleikanum“ Harmageddon Hvaða samfélagsmiðlaplága kemur næst? Harmageddon Rússneskar herþotur fyrir íslenskt skattfé? Harmageddon Íslensk hljómsveit hitar upp fyrir The Pixies Harmageddon Atburðarás í Árbæ vekur upp margar spurningar Harmageddon Móðir Sævars poetrix viðurkennir ofbeldi Harmageddon Hljómsveitin Vök með útgáfutónleika í kvöld Harmageddon Íslenskir fjölmiðlar um Pixies Harmageddon Morrissey vill að prinsarnir Vilhjálmur og Harry skjóti sig Harmageddon