Lögreglan í Los Angeles: „Ekki setja iPhone 6 í örbylgjuofn“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 24. september 2014 12:03 Þetta gerist ef iPhone er settur í örbylgjuofn. Eigendur iPhone 6 eru beðnir um setja símana sína ekki í örbylgjuofn af lögreglunni í Los Angeles. Yfirlýsingin kemur til vegna þess að nú gengur auglýsing um netheima sem segir að hægt sé að hlaða iPhone 6 með því að stinga honum inn í örbylgjuofn og kveikja á. Þetta er gabb, sem einhverjir hafa því miður fallið fyrir. Los Angeles Times greinir frá. Gabbið er mjög metnaðarfullt. Einhver hefur gert glæsilega „auglýsingu“ þar sem fólki er tilkynnt að hægt sé að stinga símanum í örbylgjuofn til að bæta í rafhlöðuna. Auglýsingin er látin líta út fyrir að vera frá Apple fyrirtækinu. Þessi „nýjung“ er kynnt sem Wave og er eigendum iPhone sagt að þeir geti sett símann í örbylgjuofninn í eina og hálfa mínútu og segir að örbylgjurnar tengist útvarpsmóttakaranum í símanum og komist þannig inn í rafhlöðu símans. Talsmaður slökkviliðsins í Los Angeles segir að það geti reynst varasamt að setja símann sinn í örbylgjuofn. „Það ætti ekki að setja neinn málmhlut inn í örbylgjuofna,“ segir Brian Humphrey í samtali við LA Times og segir að eldur geti kviknað ef slíkt sé gert. Hann bætir því við að ef farsímar eru settir í örbylgjuofna gætu þeir valdið sprengingu. Hann segir þó að engar tilkynningar hafi borist um eld sem hafi kviknað út frá iPhone í örbylgjuofni. Hér að neðan má sjá „auglýsinguna“ sem gengur um netheima.This #Wave capability is a #hoax. Don't be fooled into microwaving your #iPhone6. #Apple #Smartphone pic.twitter.com/jIncZE81Cy— LAPD Communications (@911LAPD) September 23, 2014 Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Eigendur iPhone 6 eru beðnir um setja símana sína ekki í örbylgjuofn af lögreglunni í Los Angeles. Yfirlýsingin kemur til vegna þess að nú gengur auglýsing um netheima sem segir að hægt sé að hlaða iPhone 6 með því að stinga honum inn í örbylgjuofn og kveikja á. Þetta er gabb, sem einhverjir hafa því miður fallið fyrir. Los Angeles Times greinir frá. Gabbið er mjög metnaðarfullt. Einhver hefur gert glæsilega „auglýsingu“ þar sem fólki er tilkynnt að hægt sé að stinga símanum í örbylgjuofn til að bæta í rafhlöðuna. Auglýsingin er látin líta út fyrir að vera frá Apple fyrirtækinu. Þessi „nýjung“ er kynnt sem Wave og er eigendum iPhone sagt að þeir geti sett símann í örbylgjuofninn í eina og hálfa mínútu og segir að örbylgjurnar tengist útvarpsmóttakaranum í símanum og komist þannig inn í rafhlöðu símans. Talsmaður slökkviliðsins í Los Angeles segir að það geti reynst varasamt að setja símann sinn í örbylgjuofn. „Það ætti ekki að setja neinn málmhlut inn í örbylgjuofna,“ segir Brian Humphrey í samtali við LA Times og segir að eldur geti kviknað ef slíkt sé gert. Hann bætir því við að ef farsímar eru settir í örbylgjuofna gætu þeir valdið sprengingu. Hann segir þó að engar tilkynningar hafi borist um eld sem hafi kviknað út frá iPhone í örbylgjuofni. Hér að neðan má sjá „auglýsinguna“ sem gengur um netheima.This #Wave capability is a #hoax. Don't be fooled into microwaving your #iPhone6. #Apple #Smartphone pic.twitter.com/jIncZE81Cy— LAPD Communications (@911LAPD) September 23, 2014
Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira