Enski boltinn

Sjáðu vítaspyrnukeppnina ótrúlegu á Anfield í gær | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Liverpool komst í 16 liða úrslit deildabikarsins í fótbolta í gærkvöldi með sigri á Middlesbrough í vítaspyrnukeppni, 14-13.

Staðan eftir venjulegan leiktíma og framlengingu var 2-2, en Boro jafnaði metin úr vítaspyrnukeppni í uppbótartíma framlengingarinnar.

Leikmenn liðanna tóku í heildina þrjátíu spyrnur og nýttu 27 af þeim, en þegar AlbertAdomah brenndi af réðust úrslitin.

Sjö leikmenn beggja liða fóru tvívegis á punktinn, en þessa ótrúlegu vítaspyrnukeppni má sjá í spilaranum hér að ofan.

Eðli málsins samkvæmt er hún svolítið löng, en hún tekur í heildina tæpar 18 mínútur.


Tengdar fréttir

Liverpool áfram eftir maraþonleik

Liverpool sló B-deildarlið Middlesbrough út eftir framlengdan leik og vítaspyrnukeppni í þriðju umferð enska deildarbikarsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×