Enski boltinn

Rodgers hrósar ungu vítaskyttunum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Liverpool vann ótrúlegan sigur í gærkvöldi.
Liverpool vann ótrúlegan sigur í gærkvöldi. vísir/getty
Liverpool komst í gærkvöldi í sextán liða úrslit enska deildabikarsins í knattspyrnu eftir ótrúlegan leik gegn B-deildarliðinu Middlesbrough.

Staðan var jöfn, 1-1, eftir venjulegan leiktíma og áfram jöfn, 2-2, eftir framlengingu. Þurfti því að grípa til vítaspyrnukeppni þar sem hvorki fleiri né færri en 30 vítaspyrnur voru teknar. Liverpool vann á endanum, 14-13.

"Leikmennirnir okkar sýndu mikinn karakter með að halda áfram. Undir lokin þegar mest á reyndi var mikil ró yfir sumum af ungu leikmönnunum okkar þegar þeir þurftu að taka vítin," sagði Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool eftir leikinn.

Þessi 14-13 sigur jafnaði met sem Daganham & Redbridge og Leyton Orient settu þegar þau mættust í neðri deildar bikarnum fyrir þremur árum.


Tengdar fréttir

Liverpool áfram eftir maraþonleik

Liverpool sló B-deildarlið Middlesbrough út eftir framlengdan leik og vítaspyrnukeppni í þriðju umferð enska deildarbikarsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×