Erlent

Biður IS um að myrða ekki eiginmann sinn

Samúel Karl Ólason skrifar
Alan Henning er í haldi Íslamska ríkisins.
Alan Henning er í haldi Íslamska ríkisins. Vísir/AFP
Eiginkona bresks leigubílastjóra, Alan Henning, sem er í haldi Íslamska ríkisins biðlar til þeirra um að sleppa honum úr haldi. Hún segist hafa reynt að ná sambandi við þá sem hafi hann í haldi án árangurs. Utanríkisráðuneyti Bretlands birti yfirlýsingu Barböru Henning um helgina.

„Alan er friðsamur, óeigingjarn maður sem fór frá starfi sínu sem leigubílsstjóri og fjölskyldu, til að keyra bílalest alla leið til Sýrlands með múslimskum samstarfsmönnum sínum og vinum,“ segir í tilkynningunni.

Þetta er fyrsta sinn sem fjölskylda Alan Henning tjáir sig frá því að honum var hótað í myndbandi fyrr í mánuðinum.

Þegar hann var tekinn ók hann sjúkrabíl fullum af matvælum og vatni sem dreifa átti til þeirra sem á þurftu.

„Ég sé ekki hvernig það geti hjálpað málstað nokkurs ríkis að leyfa heiminum mann eins og Alan deyja.“

Hún segist hafa reynt að ná sambandi við IS og þá sem hafi Alan í haldi. Hún hafi sent þeim skilaboð sem hafi ekki verið svarað.

„Ég bið fyrir því að þeir sem haldi Alan svari skilaboðum mínum áður en það er of seint.“

Á vef Time segir að rúmlega hundrað ímamar og samtök múslima í Bretlandi yfirlýsingu þar sem lýst var yfir hryllingi og viðbjóði vegna morða IS á gíslum sínum. Þrír menn hafa verið afhöðvaðir og í síðasta myndbandinu sem IS birti var sagt að Alan Henning væri næstur.

Hér að neðan má sjá myndband af Alan Henning sem tekið var upp í Tyrklandi, degi áður en hann var handsamaður.


Tengdar fréttir

„Ég er kominn aftur Obama“

Hinn Breski rappari Abdel-Majed Abdel Bary er nú talinn hafa myrt tvo blaðamenn í nafni Íslamska ríkisins.

„Við elskum að drekka blóð“

Fullyrðingar vígamanns um að liðsmenn Íslamska ríkisins neyti blóðs fórnarlamba sinna hafa vakið mikinn óhug.

IS birtir myndband af aftöku Sotloffs

IS-samtökin hafa birt myndband af aftöku Stevens Sotloff, bandarísks blaðamanns sem var rænt í Sýrlandi á síðasta ári.

Þriðji Vesturlandabúinn tekinn af lífi

"Þeir eru engir múslimar, þeir eru skrímsli,“ sagði David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, um liðsmenn Íslamska ríkisins sem í gær birtu myndband sem sagt var sýna afhöfðun bresks hjálparstarfsmanns, David Haines að nafni.

Íslamska ríkið mun ekki hræða Bandaríkin

Barack Obama Bandaríkjaforseti segir að Bandaríkin muni ekki láta Íslamska ríkið hræða sig, eftir að hryðjuverkasamtökin afhöfðuðu bandaríska blaðamanninn Steve Sotloff.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×