Innlent

Voru tilbúin til að keyra ferðalangana til byggða

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Vísir / Leifur Leifsson
„Þessum mönnum hefði verið keyrt til byggða hefðu þeir beðið um það,“ segir Dagfinnur Ómarsson einn þeirra sem var í hópi jeppamanna við Áfangafell um liðna helgi. Hann segir að hópurinn hafi verið af öllum vilja gerður að hjálpa ferðalöngunum tveimur.



Dagfinnur segist hins vegar ekki hafa verið tilbúinn að draga ferðalangana þar sem hann væri ekki tilbúinn að taka ábyrgð á þeim og bílnum þeirra ef eitthvað hefði komið upp á. „Ég hef orðið fyrir tjóni eftir að hafa dregið bíla sem ég þurfti að bera sjálfur,“ útskýrir hann.

Vísir fjallaði um málið í morgun en þar sagði Leifur Leifsson frá upplifun sinni af málinu. Sagðist hann hafa orðið mjög hissa á því að vera skilinn eftir uppi á heiði án aðstoðar. Þetta segja meðlimir hópsins ekki rétt. 

Dagfinnur ítrekar að það hafi verið sinn skilningur að mennirnir væru að bíða eftir aðstoð annarsstaðar frá. Fleiri meðlimir í hópnum hafa tjáð sig um málið á Facebook og segja sömu sögu. Leifur segist hafa sagt að möguleiki væri á að fá hjálp úr Reykjavík en kannast ekki við að hafa verið boðin aðstoð eins og aðgangur síma eða neti, líkt og liðsmenn hópsins segjast hafa boðið.



Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×