Sveppaneytandi segir vímuna varhugaverða Jakob Bjarnar skrifar 22. september 2014 15:56 Magnús Jónsson segir neyslu sveppana vera álag á geðheilsuna. Þetta magnar upp allar tilfinningar og alla skynjun. Magnús Jónsson er verkamaður og hefur notað sveppi árum saman, með hléum. Hann segir best að fólk sleppi því alfarið að prófa þá. Magnús, sem er nú 31 árs gamall, var aðeins 18 ára þegar hann prófaði fyrst að éta vímusveppi. Hann segir það hafa verið alltof snemmt og hann hafi ekki farið vel út úr því.Best að sleppa þessu alveg„Ég er ekki fíkill, er ekki í innbrotum til að fjármagna neyslu og þori alveg að tala um þetta,“ segir Magnús.Vísir birti umfjöllun um ofskynjunarsveppi fyrr í dag og vakti hún mikla athygli. Þar er meðal annars komið inná að það er ólöglegt að eiga slíka sveppi sem um ræðir, því þeir innihalda psilocybin eða psilocin, sem flokkað er með ólöglegum lyfjum. Hins vegar getur reynst snúið fyrir ákærusvið lögreglunnar að eiga við slíkt, því fólk sem er úti á túni að tína sveppi er tæplega brotlegt gagnvart lögum. Þar er einnig bent á að fólk geti hæglega tekið aðra sveppi í misgripum, sem eru baneitraðir. „Best er að sleppa þessu. En, ef fólk ætlar sér að gera þetta, þá er betra að það viti hvað það er að gera,“ segir Magnús.Svipar til LSD Víman sem sveppirnir gefa svipar mjög til þeirrar sem LSD gefur, þetta er svokallað ofskynjunarlyf sem gerir alla skynjun sterkar. Lyfið magnar upp allar tilfinningar og ef menn eru ekki í þeim mun betra jafnvægi getur víman, eða „trippið“ eins og það er kallað þegar ofskynjunarlyf eru annars vegar, orðið til að örvænting og ofsaskelfing grípi um sig með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. „Fólk verður að læra inná þetta. Svo það fari sér ekki að voða. LSD er léttara tripp, sveppirnir er þyngri, og refsa þér ef þú ert ekki að taka eftir því sem þeir vilja sýna þér, ef þannig má að orði komast. Mikið af þessum harðgeru dópistum láta þetta algerlega í friði,“ segir Magnús.Hefur notað sveppina við sjálfskoðunMagnús kannast hvorki við að hafa orðið frávita við neyslu sveppanna, né þekkir hann mörg dæmi þess. „Lýsingarnar ekkert í takti við það sem ég þekki. Það eru þá undantekningar. Þegar ég var að byrja á þessu vissi ég ekkert um þetta. Þá verða auðvitað miklu meiri líkur á að menn fari sér að voða,“ segir Magnús og vísar þá til ofneyslu. „Þessir sveppir eru álag á geðheilsuna. Þetta magnar upp allar tilfinningar og alla skynjun. Ég er ekki að fara að taka neina sveppi núna. Þegar ég hef verið á þeim stað í lífinu, að vilja líta inná við, fara í naflaskoðun, þá hef ég tekið sveppi. Þetta er ekkert alltaf auðvelt. Maður er að uppgötva óþægilega hluti í sjálfum sér sem maður er búinn að ýta til hliðar.“Hræsni og tvískinnungur Magnús segir að því sé afar mikilvægt að fólk, þurfi það á annað borð að prófa þetta, sé rólegt og yfirvegað. Og viti hvað það er að gera. Magnús segir mikils misskilnings gæta varðandi sveppina, sem og reyndar öll lyf. Þar ráði pólitík og orðspor öllu, en ekki staðreyndir. Hann sjálfur þjáist af athyglisbresti, og segir að besta lyfið við því sé amfetamín. En, af því að það sé „vonda eiturlyfið“ sem „vondu glæpamennirnir“ taki þegar þeir eru að fremja sína glæpi, þá megi ekki ávísa slíku. „Hins vegar er rítalíni, sem er náskylt kókaíni, ávísað á börn niður í 12 ára. Og þykir gott. Lyfið sem við gefum krökkunum okkar svo þau verði ekki ómenntaðir aumingjar. Það er hræsni og tvískinnungur í þessu.“ segir Magnús.Sveppirnir ekki „idjótprúf“ Magnús, sem reynslunnar smiður við sveppaátið, ítrekar að allra best sé að láta þetta alfarið vera. Og vilji fólk endilega prófa þetta, þá sé mikilvægt að fara varlega. „Sveppirnir eru ekki „idjótprúf“ og ekki sniðugt að taka þá án þess að vita hvað maður er að gera. Hér er þetta kallað eitrað og talað um tryllingsástand, en þetta er það sem kallast að vera í vímu. Og sjamanistar hafa tekið þetta í mörg þúsund ár.“ Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Magnús Jónsson er verkamaður og hefur notað sveppi árum saman, með hléum. Hann segir best að fólk sleppi því alfarið að prófa þá. Magnús, sem er nú 31 árs gamall, var aðeins 18 ára þegar hann prófaði fyrst að éta vímusveppi. Hann segir það hafa verið alltof snemmt og hann hafi ekki farið vel út úr því.Best að sleppa þessu alveg„Ég er ekki fíkill, er ekki í innbrotum til að fjármagna neyslu og þori alveg að tala um þetta,“ segir Magnús.Vísir birti umfjöllun um ofskynjunarsveppi fyrr í dag og vakti hún mikla athygli. Þar er meðal annars komið inná að það er ólöglegt að eiga slíka sveppi sem um ræðir, því þeir innihalda psilocybin eða psilocin, sem flokkað er með ólöglegum lyfjum. Hins vegar getur reynst snúið fyrir ákærusvið lögreglunnar að eiga við slíkt, því fólk sem er úti á túni að tína sveppi er tæplega brotlegt gagnvart lögum. Þar er einnig bent á að fólk geti hæglega tekið aðra sveppi í misgripum, sem eru baneitraðir. „Best er að sleppa þessu. En, ef fólk ætlar sér að gera þetta, þá er betra að það viti hvað það er að gera,“ segir Magnús.Svipar til LSD Víman sem sveppirnir gefa svipar mjög til þeirrar sem LSD gefur, þetta er svokallað ofskynjunarlyf sem gerir alla skynjun sterkar. Lyfið magnar upp allar tilfinningar og ef menn eru ekki í þeim mun betra jafnvægi getur víman, eða „trippið“ eins og það er kallað þegar ofskynjunarlyf eru annars vegar, orðið til að örvænting og ofsaskelfing grípi um sig með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. „Fólk verður að læra inná þetta. Svo það fari sér ekki að voða. LSD er léttara tripp, sveppirnir er þyngri, og refsa þér ef þú ert ekki að taka eftir því sem þeir vilja sýna þér, ef þannig má að orði komast. Mikið af þessum harðgeru dópistum láta þetta algerlega í friði,“ segir Magnús.Hefur notað sveppina við sjálfskoðunMagnús kannast hvorki við að hafa orðið frávita við neyslu sveppanna, né þekkir hann mörg dæmi þess. „Lýsingarnar ekkert í takti við það sem ég þekki. Það eru þá undantekningar. Þegar ég var að byrja á þessu vissi ég ekkert um þetta. Þá verða auðvitað miklu meiri líkur á að menn fari sér að voða,“ segir Magnús og vísar þá til ofneyslu. „Þessir sveppir eru álag á geðheilsuna. Þetta magnar upp allar tilfinningar og alla skynjun. Ég er ekki að fara að taka neina sveppi núna. Þegar ég hef verið á þeim stað í lífinu, að vilja líta inná við, fara í naflaskoðun, þá hef ég tekið sveppi. Þetta er ekkert alltaf auðvelt. Maður er að uppgötva óþægilega hluti í sjálfum sér sem maður er búinn að ýta til hliðar.“Hræsni og tvískinnungur Magnús segir að því sé afar mikilvægt að fólk, þurfi það á annað borð að prófa þetta, sé rólegt og yfirvegað. Og viti hvað það er að gera. Magnús segir mikils misskilnings gæta varðandi sveppina, sem og reyndar öll lyf. Þar ráði pólitík og orðspor öllu, en ekki staðreyndir. Hann sjálfur þjáist af athyglisbresti, og segir að besta lyfið við því sé amfetamín. En, af því að það sé „vonda eiturlyfið“ sem „vondu glæpamennirnir“ taki þegar þeir eru að fremja sína glæpi, þá megi ekki ávísa slíku. „Hins vegar er rítalíni, sem er náskylt kókaíni, ávísað á börn niður í 12 ára. Og þykir gott. Lyfið sem við gefum krökkunum okkar svo þau verði ekki ómenntaðir aumingjar. Það er hræsni og tvískinnungur í þessu.“ segir Magnús.Sveppirnir ekki „idjótprúf“ Magnús, sem reynslunnar smiður við sveppaátið, ítrekar að allra best sé að láta þetta alfarið vera. Og vilji fólk endilega prófa þetta, þá sé mikilvægt að fara varlega. „Sveppirnir eru ekki „idjótprúf“ og ekki sniðugt að taka þá án þess að vita hvað maður er að gera. Hér er þetta kallað eitrað og talað um tryllingsástand, en þetta er það sem kallast að vera í vímu. Og sjamanistar hafa tekið þetta í mörg þúsund ár.“
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira