Formaður Þórs um slasaða FH-inginn: Hann ætti að vera þakklátur Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. september 2014 11:00 „Ég er einn af fáum sem varð vitni að þessu atviki. Ég stóð þarna fimm metrum frá þessu og horfði á þetta frá A-Ö,“ segir Aðalsteinn Ingi Pálsson, formaður knattspyrnudeildar Þórs, um slysið sem varð á Þórsvellinum fyrir rúmri viku þegar stuðningsmaður FH féll fram yfir handrið í stúkunni og slasaðist illa á andliti. Rætt var við stuðningsmanninn, sem er Breti að nafni HarjitDelay, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, en þar fór hann ófögrum orðum um aðstöðuna á Þórsvellinum og sagði þetta slys sem hlaut að gerast. „Það er mín skoðun að það þurfi að yfirfara öryggismálin á þessum velli. Aðstaðan er býsna góð en öryggi fyrir áhorfendur er ekki fyrir hendi. Það er bara heppni að barn hafi ekki fallið þarna yfir. Þetta var slys sem hlaut að verða,“ sagði Delay og vildi meina að aðstaðan standist ekki gæðastaðla UEFA og FIFA. Aðalsteinn Ingi bendir á að þrír Evrópuleikir í karla- og kvennaflokki hafi verið spilaðir á Þórsvellinum á undanförnum árum og þar hafi menn frá UEFA komið og tekið völlinn út. „Ég er ekki sá sem á að svara fyrir þessa aðstöðu. Völlurinn er í eigu Akureyrarbæjar, en stúkan er nýlegt mannvirki og þarna hafa verið spilaðir Evrópuleikir. Ég veit ekki betur en að völlurinn standist alla öryggisstaðla UEFA. Ég veit ekki hvaða rök eru fyrir þessum ásökunum hans og hvort þau standist,“ segir formaðurinn. Í heildina er Aðalsteinn Ingi mjög ósáttur við ummæli Delay. „Mér fannst þau bara alls ekki við hæfi,“ segir hann og heldur áfram: „Ég hefði frekar búist við því að þessi maður hefði þakkað skjót og góð viðbrögð þeirra sem komu í veg fyrir að ekki fór verr. Það hefðu mér fundist eðlileg ummæli frá þessum einstaklingi sem hegðaði sér frekar ósæmilega fyrir þennan atburð. Hann mætti kenna sér sjálfum um og þakka öðrum fyrir að ekki fór verr.“ Aðspurður hvað hann meinar með Delay hafi hegðað sér ósæmilega svarar Aðalsteinn: „Ég meina ekkert meira en það. Þetta var bara í alla staði ósæmileg hegðun. Ég ætla ekki að tjá mig neitt meira um það. Hann veit sjálfur hvað hann var að gera - ef hann man þá eftir því hvað hann var að gera.“ Formaðurinn segist að lokum ekki hafa neinar áhyggjur af því að Delay leiti réttar síns eins og hann talaði um í fréttinni á Stöð 2 í gærkvöldi. „Nei, engar. Auðvitað eiga menn að leita réttar síns og ég hvet hann til þess. Það er eins með þetta eins og allt annað í samfélaginu,“ segir Aðalsteinn Ingi Pálsson. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Heppinn að vera á lífi | Íhugar að kæra Stuðningsmaður FH, Harjit Delay, segist vera heppinn að vera ekki í hjólastól eða hafa hreinlega hálsbrotnað er hann féll úr stúkunni á Þórsvelli fyrir leik Þórs og FH. 21. september 2014 15:32 Slysið á Þórsvelli: Aðkoman var óhugnanleg Komið var í veg fyrir að börn sæju manninn liggjandi í blóði sínu. 15. september 2014 16:45 Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
„Ég er einn af fáum sem varð vitni að þessu atviki. Ég stóð þarna fimm metrum frá þessu og horfði á þetta frá A-Ö,“ segir Aðalsteinn Ingi Pálsson, formaður knattspyrnudeildar Þórs, um slysið sem varð á Þórsvellinum fyrir rúmri viku þegar stuðningsmaður FH féll fram yfir handrið í stúkunni og slasaðist illa á andliti. Rætt var við stuðningsmanninn, sem er Breti að nafni HarjitDelay, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, en þar fór hann ófögrum orðum um aðstöðuna á Þórsvellinum og sagði þetta slys sem hlaut að gerast. „Það er mín skoðun að það þurfi að yfirfara öryggismálin á þessum velli. Aðstaðan er býsna góð en öryggi fyrir áhorfendur er ekki fyrir hendi. Það er bara heppni að barn hafi ekki fallið þarna yfir. Þetta var slys sem hlaut að verða,“ sagði Delay og vildi meina að aðstaðan standist ekki gæðastaðla UEFA og FIFA. Aðalsteinn Ingi bendir á að þrír Evrópuleikir í karla- og kvennaflokki hafi verið spilaðir á Þórsvellinum á undanförnum árum og þar hafi menn frá UEFA komið og tekið völlinn út. „Ég er ekki sá sem á að svara fyrir þessa aðstöðu. Völlurinn er í eigu Akureyrarbæjar, en stúkan er nýlegt mannvirki og þarna hafa verið spilaðir Evrópuleikir. Ég veit ekki betur en að völlurinn standist alla öryggisstaðla UEFA. Ég veit ekki hvaða rök eru fyrir þessum ásökunum hans og hvort þau standist,“ segir formaðurinn. Í heildina er Aðalsteinn Ingi mjög ósáttur við ummæli Delay. „Mér fannst þau bara alls ekki við hæfi,“ segir hann og heldur áfram: „Ég hefði frekar búist við því að þessi maður hefði þakkað skjót og góð viðbrögð þeirra sem komu í veg fyrir að ekki fór verr. Það hefðu mér fundist eðlileg ummæli frá þessum einstaklingi sem hegðaði sér frekar ósæmilega fyrir þennan atburð. Hann mætti kenna sér sjálfum um og þakka öðrum fyrir að ekki fór verr.“ Aðspurður hvað hann meinar með Delay hafi hegðað sér ósæmilega svarar Aðalsteinn: „Ég meina ekkert meira en það. Þetta var bara í alla staði ósæmileg hegðun. Ég ætla ekki að tjá mig neitt meira um það. Hann veit sjálfur hvað hann var að gera - ef hann man þá eftir því hvað hann var að gera.“ Formaðurinn segist að lokum ekki hafa neinar áhyggjur af því að Delay leiti réttar síns eins og hann talaði um í fréttinni á Stöð 2 í gærkvöldi. „Nei, engar. Auðvitað eiga menn að leita réttar síns og ég hvet hann til þess. Það er eins með þetta eins og allt annað í samfélaginu,“ segir Aðalsteinn Ingi Pálsson.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Heppinn að vera á lífi | Íhugar að kæra Stuðningsmaður FH, Harjit Delay, segist vera heppinn að vera ekki í hjólastól eða hafa hreinlega hálsbrotnað er hann féll úr stúkunni á Þórsvelli fyrir leik Þórs og FH. 21. september 2014 15:32 Slysið á Þórsvelli: Aðkoman var óhugnanleg Komið var í veg fyrir að börn sæju manninn liggjandi í blóði sínu. 15. september 2014 16:45 Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Heppinn að vera á lífi | Íhugar að kæra Stuðningsmaður FH, Harjit Delay, segist vera heppinn að vera ekki í hjólastól eða hafa hreinlega hálsbrotnað er hann féll úr stúkunni á Þórsvelli fyrir leik Þórs og FH. 21. september 2014 15:32
Slysið á Þórsvelli: Aðkoman var óhugnanleg Komið var í veg fyrir að börn sæju manninn liggjandi í blóði sínu. 15. september 2014 16:45