Tyrkland opnaði landamæri sín í gær , föstudag, fyrir Sýrlendinga sem flúðu frá kúrdíska bænum Kobane sem talið var að samtökin myndu gera áhlaup á.
Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna lýsti því yfir að aukin áhersla yrði lögð á að aðstoða flóttamenn svæðisins en talið er að hundruð þúsunda gætu fylgt fordæmi þeirra liðlega 70 þúsund sem nú þegar hafa leitað skjóls í Tyrklandi.
Íslamska ríkið ræður nú stórum landsvæðum í Sýrland og Írak, ásamt því að fara með tögl og haldir í tugum bæja í grennd við Kobane – sem einnig er þekkt sem Ayn al-Arab.

En atburðir dagsins eru nánast fordæmalausir – Aldrei hafa jafn margir leitað á náðir tyrkneskra stjórnvalda eins og síðastliðnar 24 stundir.
Þá fóru 300 kúrdískar hermenn á móti straumnum og héldu frá Tyrklandi inn í Sýrland til að taka átt í átökunum sem þar geisa við vígamenn Íslamska ríkisins.
Tyrkir og Kúrdar hafa marga hildina háð í gegnum tíðina og lengi hefur blásið köldu milli þjóðanna tveggja. Ákvörðun Tyrkja um að hleypa þúsundum Kúrda inn fyrir landamæri sín er talið til marks um hversu alvarleg ógn stafar af skæruliðum Íslamska ríkisins.