Um 70 þúsund flúið til Tyrklands í dag Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. september 2014 23:46 Vísir/AFP Talið er að rúmlega 66 þúsund flóttamenn – sem flestir eru sýrlenskir Kúrdar – hafi flúið yfir landamærin til Tyrklands í dag til að forðast árásir Íslamska ríkisins í norðurhluta Sýrlands. Tyrkland opnaði landamæri sín í gær , föstudag, fyrir Sýrlendinga sem flúðu frá kúrdíska bænum Kobane sem talið var að samtökin myndu gera áhlaup á. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna lýsti því yfir að aukin áhersla yrði lögð á að aðstoða flóttamenn svæðisins en talið er að hundruð þúsunda gætu fylgt fordæmi þeirra liðlega 70 þúsund sem nú þegar hafa leitað skjóls í Tyrklandi. Íslamska ríkið ræður nú stórum landsvæðum í Sýrland og Írak, ásamt því að fara með tögl og haldir í tugum bæja í grennd við Kobane – sem einnig er þekkt sem Ayn al-Arab.Sýrlenskir Kúrdar flykkjast nú yfir landamærin til Tyrklands.Vísir/AFPTyrkland, sem deilir landamærum með Írak og Sýrlandi, hefur tekið á móti rúmlega 847 þúsund flóttamönnum frá löndunum tveimur frá því að borgarstyrjöldin gegn stjórn Bashar al Asad hófst árið 2011. En atburðir dagsins eru nánast fordæmalausir – Aldrei hafa jafn margir leitað á náðir tyrkneskra stjórnvalda eins og síðastliðnar 24 stundir. Þá fóru 300 kúrdískar hermenn á móti straumnum og héldu frá Tyrklandi inn í Sýrland til að taka átt í átökunum sem þar geisa við vígamenn Íslamska ríkisins. Tyrkir og Kúrdar hafa marga hildina háð í gegnum tíðina og lengi hefur blásið köldu milli þjóðanna tveggja. Ákvörðun Tyrkja um að hleypa þúsundum Kúrda inn fyrir landamæri sín er talið til marks um hversu alvarleg ógn stafar af skæruliðum Íslamska ríkisins. Tengdar fréttir Bandaríkin gera loftárásir í Írak Árásunum var ætlað að koma í veg fyrir að IS næði tökum á hinni mikilvægu Haditha stífu. 7. september 2014 19:27 Boðað til mótmæla gegn IS í Danmörku Boðað hefur verið til mótmæla gegn Íslamska ríkinu í Kaupmannahöfn og Árósum í dag og er búist við að hundruð múslimar taki þátt í þeim. Vel á annað þúsund hafa boðað komu sína á mótmælin í Kaupmannahöfn í gegnum Facebook. 13. september 2014 15:21 Tyrkneskum gíslum sleppt 20. september 2014 13:31 „Við elskum að drekka blóð“ Fullyrðingar vígamanns um að liðsmenn Íslamska ríkisins neyti blóðs fórnarlamba sinna hafa vakið mikinn óhug. 17. september 2014 15:07 Bandarískir hermenn berjast mögulega gegn Íslamska ríkinu Bandarískir hermenn gætu verið nauðsynlegir í baráttunni gegn Íslamska ríkinu í Írak og Sýrlandi, gangi áætlun Barack Obama ekki eftir. 16. september 2014 22:20 Stjórnarher Íraks nær Haditha stíflunni á sitt vald Írakski stjórnarherinn segist hafa náð að flæma meðlimi Hins íslamska ríkis frá Haditha stíflunni og stórum svæðum þar í kring. Bandaríkjamenn hafa gert loftárásir á vígamenna á þessu svæði sem virðist hafa hjálpað stjórnarhernum í baráttunni. 8. september 2014 08:44 Obama safnar liði gegn vígasveitunum Bandaríkjaforseti hyggst útskýra hernaðaráform sín gegn Íslamska ríkinu, sem hefur vaðið uppi í Sýrlandi og Írak. Arababandalagið hefur samþykkt hernaðaraðgerðir gegn Íslamska ríkinu, en lýsir þó ekki stuðningi við áform Bandaríkjanna. 9. september 2014 08:30 Hersveitir Hins íslamska ríkis öflugri en áður var talið Bandaríska leyniþjónustun CIA telur að hersveitir Hins íslamska ríkis í Írak og Sýrlandi hafi nú rúmlega þrjátíu þúsund hermönnum á að skipa. 12. september 2014 06:49 Gerðu loftárásir á vígamenn í Írak Bandaríkjamenn hafa síðustu tvo daga gert harðar loftárásir á bækistöðvar Hins íslamska ríkis í Írak nálægt Sinjar fjalli suðvestur af höfuðborginni Bagdad. Þetta eru fyrstu árásirnar sem gerðar eru eftir að Obama forseti lýsti því yfir að gefa þyrfti í í baráttunni við vígamennina sem nú ráða stórum svæðum í Írak og í Sýrlandi. 16. september 2014 07:30 Obama ætlar ekki að senda landher til Írak Bandaríkin hyggjast þó áfram styðja við Kúrda og Íraka með loftárásum. 18. september 2014 07:00 Þriðji Vesturlandabúinn tekinn af lífi "Þeir eru engir múslimar, þeir eru skrímsli,“ sagði David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, um liðsmenn Íslamska ríkisins sem í gær birtu myndband sem sagt var sýna afhöfðun bresks hjálparstarfsmanns, David Haines að nafni. 15. september 2014 06:00 Funda í París um ástandið í Írak og Sýrlandi Johnn Kerry utanríkisráðherra Bandaríkjanna mun í dag hitta kollega sína frá fjölda ríkja á fundi í París sem ætlað er að afla baráttunni við Hið íslamska ríki í Írak og í Sýrlandi fylgis. 15. september 2014 07:18 Frakkar gera loftárásir í Írak Stjórnvöld í Frakklandi ætla að verða við beiðni Íraka um aðstoð í baráttunni við Íslamska ríkið. 18. september 2014 21:39 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Sjá meira
Talið er að rúmlega 66 þúsund flóttamenn – sem flestir eru sýrlenskir Kúrdar – hafi flúið yfir landamærin til Tyrklands í dag til að forðast árásir Íslamska ríkisins í norðurhluta Sýrlands. Tyrkland opnaði landamæri sín í gær , föstudag, fyrir Sýrlendinga sem flúðu frá kúrdíska bænum Kobane sem talið var að samtökin myndu gera áhlaup á. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna lýsti því yfir að aukin áhersla yrði lögð á að aðstoða flóttamenn svæðisins en talið er að hundruð þúsunda gætu fylgt fordæmi þeirra liðlega 70 þúsund sem nú þegar hafa leitað skjóls í Tyrklandi. Íslamska ríkið ræður nú stórum landsvæðum í Sýrland og Írak, ásamt því að fara með tögl og haldir í tugum bæja í grennd við Kobane – sem einnig er þekkt sem Ayn al-Arab.Sýrlenskir Kúrdar flykkjast nú yfir landamærin til Tyrklands.Vísir/AFPTyrkland, sem deilir landamærum með Írak og Sýrlandi, hefur tekið á móti rúmlega 847 þúsund flóttamönnum frá löndunum tveimur frá því að borgarstyrjöldin gegn stjórn Bashar al Asad hófst árið 2011. En atburðir dagsins eru nánast fordæmalausir – Aldrei hafa jafn margir leitað á náðir tyrkneskra stjórnvalda eins og síðastliðnar 24 stundir. Þá fóru 300 kúrdískar hermenn á móti straumnum og héldu frá Tyrklandi inn í Sýrland til að taka átt í átökunum sem þar geisa við vígamenn Íslamska ríkisins. Tyrkir og Kúrdar hafa marga hildina háð í gegnum tíðina og lengi hefur blásið köldu milli þjóðanna tveggja. Ákvörðun Tyrkja um að hleypa þúsundum Kúrda inn fyrir landamæri sín er talið til marks um hversu alvarleg ógn stafar af skæruliðum Íslamska ríkisins.
Tengdar fréttir Bandaríkin gera loftárásir í Írak Árásunum var ætlað að koma í veg fyrir að IS næði tökum á hinni mikilvægu Haditha stífu. 7. september 2014 19:27 Boðað til mótmæla gegn IS í Danmörku Boðað hefur verið til mótmæla gegn Íslamska ríkinu í Kaupmannahöfn og Árósum í dag og er búist við að hundruð múslimar taki þátt í þeim. Vel á annað þúsund hafa boðað komu sína á mótmælin í Kaupmannahöfn í gegnum Facebook. 13. september 2014 15:21 Tyrkneskum gíslum sleppt 20. september 2014 13:31 „Við elskum að drekka blóð“ Fullyrðingar vígamanns um að liðsmenn Íslamska ríkisins neyti blóðs fórnarlamba sinna hafa vakið mikinn óhug. 17. september 2014 15:07 Bandarískir hermenn berjast mögulega gegn Íslamska ríkinu Bandarískir hermenn gætu verið nauðsynlegir í baráttunni gegn Íslamska ríkinu í Írak og Sýrlandi, gangi áætlun Barack Obama ekki eftir. 16. september 2014 22:20 Stjórnarher Íraks nær Haditha stíflunni á sitt vald Írakski stjórnarherinn segist hafa náð að flæma meðlimi Hins íslamska ríkis frá Haditha stíflunni og stórum svæðum þar í kring. Bandaríkjamenn hafa gert loftárásir á vígamenna á þessu svæði sem virðist hafa hjálpað stjórnarhernum í baráttunni. 8. september 2014 08:44 Obama safnar liði gegn vígasveitunum Bandaríkjaforseti hyggst útskýra hernaðaráform sín gegn Íslamska ríkinu, sem hefur vaðið uppi í Sýrlandi og Írak. Arababandalagið hefur samþykkt hernaðaraðgerðir gegn Íslamska ríkinu, en lýsir þó ekki stuðningi við áform Bandaríkjanna. 9. september 2014 08:30 Hersveitir Hins íslamska ríkis öflugri en áður var talið Bandaríska leyniþjónustun CIA telur að hersveitir Hins íslamska ríkis í Írak og Sýrlandi hafi nú rúmlega þrjátíu þúsund hermönnum á að skipa. 12. september 2014 06:49 Gerðu loftárásir á vígamenn í Írak Bandaríkjamenn hafa síðustu tvo daga gert harðar loftárásir á bækistöðvar Hins íslamska ríkis í Írak nálægt Sinjar fjalli suðvestur af höfuðborginni Bagdad. Þetta eru fyrstu árásirnar sem gerðar eru eftir að Obama forseti lýsti því yfir að gefa þyrfti í í baráttunni við vígamennina sem nú ráða stórum svæðum í Írak og í Sýrlandi. 16. september 2014 07:30 Obama ætlar ekki að senda landher til Írak Bandaríkin hyggjast þó áfram styðja við Kúrda og Íraka með loftárásum. 18. september 2014 07:00 Þriðji Vesturlandabúinn tekinn af lífi "Þeir eru engir múslimar, þeir eru skrímsli,“ sagði David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, um liðsmenn Íslamska ríkisins sem í gær birtu myndband sem sagt var sýna afhöfðun bresks hjálparstarfsmanns, David Haines að nafni. 15. september 2014 06:00 Funda í París um ástandið í Írak og Sýrlandi Johnn Kerry utanríkisráðherra Bandaríkjanna mun í dag hitta kollega sína frá fjölda ríkja á fundi í París sem ætlað er að afla baráttunni við Hið íslamska ríki í Írak og í Sýrlandi fylgis. 15. september 2014 07:18 Frakkar gera loftárásir í Írak Stjórnvöld í Frakklandi ætla að verða við beiðni Íraka um aðstoð í baráttunni við Íslamska ríkið. 18. september 2014 21:39 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Sjá meira
Bandaríkin gera loftárásir í Írak Árásunum var ætlað að koma í veg fyrir að IS næði tökum á hinni mikilvægu Haditha stífu. 7. september 2014 19:27
Boðað til mótmæla gegn IS í Danmörku Boðað hefur verið til mótmæla gegn Íslamska ríkinu í Kaupmannahöfn og Árósum í dag og er búist við að hundruð múslimar taki þátt í þeim. Vel á annað þúsund hafa boðað komu sína á mótmælin í Kaupmannahöfn í gegnum Facebook. 13. september 2014 15:21
„Við elskum að drekka blóð“ Fullyrðingar vígamanns um að liðsmenn Íslamska ríkisins neyti blóðs fórnarlamba sinna hafa vakið mikinn óhug. 17. september 2014 15:07
Bandarískir hermenn berjast mögulega gegn Íslamska ríkinu Bandarískir hermenn gætu verið nauðsynlegir í baráttunni gegn Íslamska ríkinu í Írak og Sýrlandi, gangi áætlun Barack Obama ekki eftir. 16. september 2014 22:20
Stjórnarher Íraks nær Haditha stíflunni á sitt vald Írakski stjórnarherinn segist hafa náð að flæma meðlimi Hins íslamska ríkis frá Haditha stíflunni og stórum svæðum þar í kring. Bandaríkjamenn hafa gert loftárásir á vígamenna á þessu svæði sem virðist hafa hjálpað stjórnarhernum í baráttunni. 8. september 2014 08:44
Obama safnar liði gegn vígasveitunum Bandaríkjaforseti hyggst útskýra hernaðaráform sín gegn Íslamska ríkinu, sem hefur vaðið uppi í Sýrlandi og Írak. Arababandalagið hefur samþykkt hernaðaraðgerðir gegn Íslamska ríkinu, en lýsir þó ekki stuðningi við áform Bandaríkjanna. 9. september 2014 08:30
Hersveitir Hins íslamska ríkis öflugri en áður var talið Bandaríska leyniþjónustun CIA telur að hersveitir Hins íslamska ríkis í Írak og Sýrlandi hafi nú rúmlega þrjátíu þúsund hermönnum á að skipa. 12. september 2014 06:49
Gerðu loftárásir á vígamenn í Írak Bandaríkjamenn hafa síðustu tvo daga gert harðar loftárásir á bækistöðvar Hins íslamska ríkis í Írak nálægt Sinjar fjalli suðvestur af höfuðborginni Bagdad. Þetta eru fyrstu árásirnar sem gerðar eru eftir að Obama forseti lýsti því yfir að gefa þyrfti í í baráttunni við vígamennina sem nú ráða stórum svæðum í Írak og í Sýrlandi. 16. september 2014 07:30
Obama ætlar ekki að senda landher til Írak Bandaríkin hyggjast þó áfram styðja við Kúrda og Íraka með loftárásum. 18. september 2014 07:00
Þriðji Vesturlandabúinn tekinn af lífi "Þeir eru engir múslimar, þeir eru skrímsli,“ sagði David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, um liðsmenn Íslamska ríkisins sem í gær birtu myndband sem sagt var sýna afhöfðun bresks hjálparstarfsmanns, David Haines að nafni. 15. september 2014 06:00
Funda í París um ástandið í Írak og Sýrlandi Johnn Kerry utanríkisráðherra Bandaríkjanna mun í dag hitta kollega sína frá fjölda ríkja á fundi í París sem ætlað er að afla baráttunni við Hið íslamska ríki í Írak og í Sýrlandi fylgis. 15. september 2014 07:18
Frakkar gera loftárásir í Írak Stjórnvöld í Frakklandi ætla að verða við beiðni Íraka um aðstoð í baráttunni við Íslamska ríkið. 18. september 2014 21:39