Lífið

Clan Roca rappar um poppandi læður

Búrkuklæddar konur og Sigmundur Davíð láta sig ekki vanta í myndbandinu.
Búrkuklæddar konur og Sigmundur Davíð láta sig ekki vanta í myndbandinu. MYND/SKJÁSKOT
Rappararnir Herra Hnetusmjör, Valby Bræður og Blaz Roca stíga á stokk á Prikinu í kvöld þegar CLANROCA frumsýnir nýtt myndband við lagið Læðuna.

Gleðin hefst klukkan 21 og rappararnir, sem ganga einnig undir nöfnunum Erpur Eyvindsson, Jakob Valby, Árni Páll Árnason og Alexander Gabríel lofa „frulluðu kvöldi, það rignir gleði, það rignir frænkum, það rignir pungum og við lofum að þetta raðar sér allt saman,“ samkvæmt sjálfum Blaz Roca.

Leikstjóri myndbandsins er Davíð Bachmann Jóhannesson en hann hefur áður leikstýrt myndböndunum við lagið Elskum þessar mellur sem gerði allt vitlaust á sínum tíma.

Myndbandið var frumsýnt hér á Vísi fyrir alla þá sem komust ekki á Prikið í kvöld.



Tengdar fréttir

Vaknaði eftir aðgerð: Tönnlaðist á frænkum á pungnum

"Ég man voðalega lítið eftir þessu öllu," segir Nökkvi Dan Elliðason um frammistöðu sína á myndbandi eftir að hann vaknaði eftir aðgerð. Myndbandið hefur fengið frábær viðbrögð á netinu og þykir mjög fyndið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.