Innlent

Vatnslaust í Holtahverfi á Ísafirði

Atli Ísleifsson skrifar
Ísafjörður.
Ísafjörður. Vísir/Pjetur
Vatn fór af Holtahverfi á Ísafirði í gær og er enn vatnslaust. Að sögn Gísla H. Halldórssonar bæjarstjóra fór lögn fór í sundur þegar plægt var fyrir rörum við þjóðveginn upp Tungudalinn, en sú framkvæmd er ekki á vegum Ísafjarðarbæjar.

„Því miður var nauðsynlegur varahlutur ekki til staðar til samsetningar á þeirri tegund lagna sem þarna er um að ræða. Varahlutur ætti að berast með flugi klukkan 10:00 og vatn að komast á fljótlega eftir það,“ segir Gísli.

Í tilkynningu segir að Ísafjarðarbær biðjist innilega afsökunar á þessu ástandi og muni í framhaldinu skoða hvað má betur fara til að koma í veg fyrir að svo langt vatnsleysi geti endurtekið sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×