12 kg stórlax úr Nessvæðinu í Aðaldal Karl Lúðvíksson skrifar 20. september 2014 08:16 Hilmar Hansson með 12 kg lax úr Laxá í Aðaldal Það er löngur orðið ljóst eftir þetta sumar að skortur á stórlaxi á þeim veiðisvæðum þar sem hann er helst að finna hefur verið lítill. Hver stórlaxinn á fætur öðrum hefur verið dreginn upp úr Laxá í Aðaldal og enn fleiri sloppið. Heildarveiðin úr ánni í sumar er komin í 819 laxa sem er mjög góð veiði og sérstaklega með því teknu tilliti að á metárinu í fyrra veiddust 1009 laxar svo það munar ekki miklu að áin jafni sumarið 2013. Það kemur heldur ekki á óvart að meðalþyngdin í sumar er búin að vera feyknagóð í Laxá og á svæðinu kenndu við Nes hafa líklega fleiri tröllvaxnir laxar komið á land heldur en undanfarin ár. Einn stórlax bættist í veiðibækurnar í gær þegar hinn góðkunni stórlaxaveiðimaður Hilmar Hansson hjá Veiðiflugum landaði 12 kg laxi í Hólmavaðsstíflu á Night Hawk númer 10. Hilmar fékk fleiri laxa sem flokka mættu sem stórlaxa en þessi flottu hængur sem sést á myndinni var þó sá stærsti sem kom á land. Stangveiði Mest lesið Líflegt í vötnunum Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Sjóbirtingsveiðin fer vel af stað Veiði Eystri Rangá að nálgast 2.000 laxa Veiði Skæðustu flugurnar í laxveiðiánum 2014 Veiði 6 punda bleikja úr Úlfljótsvatni Veiði Breyting á veiðisvæði Sandár Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Mikið af sjóbirting við Lýsu Veiði Síðasta rjúpnahelgin framundan Veiði
Það er löngur orðið ljóst eftir þetta sumar að skortur á stórlaxi á þeim veiðisvæðum þar sem hann er helst að finna hefur verið lítill. Hver stórlaxinn á fætur öðrum hefur verið dreginn upp úr Laxá í Aðaldal og enn fleiri sloppið. Heildarveiðin úr ánni í sumar er komin í 819 laxa sem er mjög góð veiði og sérstaklega með því teknu tilliti að á metárinu í fyrra veiddust 1009 laxar svo það munar ekki miklu að áin jafni sumarið 2013. Það kemur heldur ekki á óvart að meðalþyngdin í sumar er búin að vera feyknagóð í Laxá og á svæðinu kenndu við Nes hafa líklega fleiri tröllvaxnir laxar komið á land heldur en undanfarin ár. Einn stórlax bættist í veiðibækurnar í gær þegar hinn góðkunni stórlaxaveiðimaður Hilmar Hansson hjá Veiðiflugum landaði 12 kg laxi í Hólmavaðsstíflu á Night Hawk númer 10. Hilmar fékk fleiri laxa sem flokka mættu sem stórlaxa en þessi flottu hængur sem sést á myndinni var þó sá stærsti sem kom á land.
Stangveiði Mest lesið Líflegt í vötnunum Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Sjóbirtingsveiðin fer vel af stað Veiði Eystri Rangá að nálgast 2.000 laxa Veiði Skæðustu flugurnar í laxveiðiánum 2014 Veiði 6 punda bleikja úr Úlfljótsvatni Veiði Breyting á veiðisvæði Sandár Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Mikið af sjóbirting við Lýsu Veiði Síðasta rjúpnahelgin framundan Veiði