6 punda bleikja úr Úlfljótsvatni Karl Lúðvíksson skrifar 5. júní 2018 07:46 Flottar bleikjur úr Úlfljótsvatni Mynd: Sigurður Karlsson Úlfljótsvatn fellur oft í skuggan af veiðifréttum úr Þingvallavatni þrátt fyrir að veiðin í vatninu sé mjög fín. Bleikjurnar í Úlfljótsvatni geta eins og í Þingvallavatni orðið mjög vænar og það sama má segja um urriðann þó það sé minna af honum. Einhverra hluta vegna er vatnið mun minna stundað en Þingvallavatn sem er eiginlega mjög skrítið því í ákveðnum vindáttum þegar það blæs illa til veiða við Þingvallavatn má finna góða staði í Úlfljótsvatni þar sem mun meira skjól er. Veiðin í vatninu er mest bleikja um 1-3 pund og eru veiðimenn að nota sömu flugur og í öðrum vötnum og sambærilegar aðferðir. Langir taumar, litlar flugur eins og Krókur, Langskeggur, Peacock o.s.fr. á eins grönnum taum og þú þorir að nota í einni og hálfra stangarlengd, svo er flugan dregin lötur hægt inn. Þessi flotta 6 punda bleikja kom á land um helgina og var það Sigurður Karlsson sem veiddi þessa glæsilegu bleikju og hinar sem liggja með henni. Mest lesið Guðrún er staðalbúnaður í hverri veiðiferð Veiði Urriðinn ennþá í tökustuði á Þingvöllum Veiði Lifnar yfir Hólsá og Eystri Rangá Veiði Fiskvegur skal gerður fyrir ísaldarurriðann Veiði Ný veiðibúð í Árbænum Veiði Bleikjan loksins mætt í þjóðgarðinn Veiði 38 laxar úr Eystri Rangá í gær Veiði Rjúpnaveiðin fór ágætlega af stað Veiði Ágæt veiði við Hraun í Ölfusi Veiði Veiðin að lagast í Langá Veiði
Úlfljótsvatn fellur oft í skuggan af veiðifréttum úr Þingvallavatni þrátt fyrir að veiðin í vatninu sé mjög fín. Bleikjurnar í Úlfljótsvatni geta eins og í Þingvallavatni orðið mjög vænar og það sama má segja um urriðann þó það sé minna af honum. Einhverra hluta vegna er vatnið mun minna stundað en Þingvallavatn sem er eiginlega mjög skrítið því í ákveðnum vindáttum þegar það blæs illa til veiða við Þingvallavatn má finna góða staði í Úlfljótsvatni þar sem mun meira skjól er. Veiðin í vatninu er mest bleikja um 1-3 pund og eru veiðimenn að nota sömu flugur og í öðrum vötnum og sambærilegar aðferðir. Langir taumar, litlar flugur eins og Krókur, Langskeggur, Peacock o.s.fr. á eins grönnum taum og þú þorir að nota í einni og hálfra stangarlengd, svo er flugan dregin lötur hægt inn. Þessi flotta 6 punda bleikja kom á land um helgina og var það Sigurður Karlsson sem veiddi þessa glæsilegu bleikju og hinar sem liggja með henni.
Mest lesið Guðrún er staðalbúnaður í hverri veiðiferð Veiði Urriðinn ennþá í tökustuði á Þingvöllum Veiði Lifnar yfir Hólsá og Eystri Rangá Veiði Fiskvegur skal gerður fyrir ísaldarurriðann Veiði Ný veiðibúð í Árbænum Veiði Bleikjan loksins mætt í þjóðgarðinn Veiði 38 laxar úr Eystri Rangá í gær Veiði Rjúpnaveiðin fór ágætlega af stað Veiði Ágæt veiði við Hraun í Ölfusi Veiði Veiðin að lagast í Langá Veiði