Frans páfi einna líklegastur til að hreppa friðarverðlaun Nóbels Atli Ísleifsson skrifar 9. október 2014 23:10 Páfar hafa margoft verið tilnefndir til friðarverðlauna Nóbels en aldrei fengið. Vísir/AFP Frans páfi er talinn einna líklegastur til að hreppa friðarverðlaun Nóbels en tilkynnt verður um nýjan handhafa verðlaunanna klukkan níu á morgun, föstudag. Pakistanska baráttukonan Malala Yousafzai og Vladimír Pútín Rússlandsforseti eru einnig meðal tilnefndra. Alls bárust 278 tilnefningar til norsku Nóbelsnefndarinnar, þar af 231 einstaklingur og 47 samtök. Tilnefningarnar hafa aldrei verið fleiri. Þingmenn, háskólaprófessorar og fyrrum friðarverðlaunahafar eru í hópi þeirra sem eiga kost á að senda inn tilnefningar til norsku Nóbelsnefndarinnar. Tilnefningar áttu að berast fyrir 1. febrúar síðastliðinn og í apríl var búið að fækka þeim sem til greina komu í nokkra tugi.Í frétt sænska ríkissjónvarpsins kemur fram að alþjóðlegir veðbankar telji Frans páfa vera líklegastan til að hreppa hnossið, en Nóbelsnefndin hefur þó oft komið mönnum á óvart með vali sínu. Yfirbragð páfans síðustu misserin þykir hafa gefið Páfagarði nýja ímynd og er barátta hans gegn fátækt sérstaklega nefnd í rökstuðningi hvers vegna Frans ætti að hljóta verðlaunin. Þá hefur Frans páfi látið hafa eftir sér að kirkjan megi ekki einkennast af þröngsýnum hugmyndum, en margir litu á ummælin sem að hann hafi með þeim verið að rétta út sáttahönd til samkynhneigðra. Páfar hafa margoft verið tilnefndir til friðarverðlauna Nóbels en aldrei fengið. Raunar heyrir það til algerra undantekninga að trúarleiðtogar hljóti verðlaunin. Rússnesk nefnd hefur tilnefnt Pútín „þar sem hann hafi með íhlutun sinni komið í veg fyrir að Bandaríkjaher réðist á Sýrland eftir eiturvopnaárás haustið 2013.“ Þess í stað hafi Sýrlendingar samþykkt að afhenda öll efnavopn sín. Uppljóstrararnir Edward Snowden og Chelsea Manning eru einnig tilnefnd. Það á einnig við um Rússann Igor Kotjetkov, Úgandamanninn Frank Mugisha och Nepalann Sunil Babu Pant sem allir eru baráttumenn samkynhneigðra. Alþjóðleg réttingasamtök hinsegin fólks, ILGA, eru einnig tilnefnd. Efnavopnastofnunin (OPCW) hlaut friðarverðlaun Nóbels í fyrra fyrir starf sitt í Sýrlandi, en OPCW er fjölþjóðleg stofnun sem hefur aðsetur í Haag í Hollandi. Stofnunin er í nánu samstarfi við Sameinuðu þjóðirnar og beitir sér fyrir eyðingu efnavopna á heimsvísu og því að samningum þess efnis sé framfylgt. Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira
Frans páfi er talinn einna líklegastur til að hreppa friðarverðlaun Nóbels en tilkynnt verður um nýjan handhafa verðlaunanna klukkan níu á morgun, föstudag. Pakistanska baráttukonan Malala Yousafzai og Vladimír Pútín Rússlandsforseti eru einnig meðal tilnefndra. Alls bárust 278 tilnefningar til norsku Nóbelsnefndarinnar, þar af 231 einstaklingur og 47 samtök. Tilnefningarnar hafa aldrei verið fleiri. Þingmenn, háskólaprófessorar og fyrrum friðarverðlaunahafar eru í hópi þeirra sem eiga kost á að senda inn tilnefningar til norsku Nóbelsnefndarinnar. Tilnefningar áttu að berast fyrir 1. febrúar síðastliðinn og í apríl var búið að fækka þeim sem til greina komu í nokkra tugi.Í frétt sænska ríkissjónvarpsins kemur fram að alþjóðlegir veðbankar telji Frans páfa vera líklegastan til að hreppa hnossið, en Nóbelsnefndin hefur þó oft komið mönnum á óvart með vali sínu. Yfirbragð páfans síðustu misserin þykir hafa gefið Páfagarði nýja ímynd og er barátta hans gegn fátækt sérstaklega nefnd í rökstuðningi hvers vegna Frans ætti að hljóta verðlaunin. Þá hefur Frans páfi látið hafa eftir sér að kirkjan megi ekki einkennast af þröngsýnum hugmyndum, en margir litu á ummælin sem að hann hafi með þeim verið að rétta út sáttahönd til samkynhneigðra. Páfar hafa margoft verið tilnefndir til friðarverðlauna Nóbels en aldrei fengið. Raunar heyrir það til algerra undantekninga að trúarleiðtogar hljóti verðlaunin. Rússnesk nefnd hefur tilnefnt Pútín „þar sem hann hafi með íhlutun sinni komið í veg fyrir að Bandaríkjaher réðist á Sýrland eftir eiturvopnaárás haustið 2013.“ Þess í stað hafi Sýrlendingar samþykkt að afhenda öll efnavopn sín. Uppljóstrararnir Edward Snowden og Chelsea Manning eru einnig tilnefnd. Það á einnig við um Rússann Igor Kotjetkov, Úgandamanninn Frank Mugisha och Nepalann Sunil Babu Pant sem allir eru baráttumenn samkynhneigðra. Alþjóðleg réttingasamtök hinsegin fólks, ILGA, eru einnig tilnefnd. Efnavopnastofnunin (OPCW) hlaut friðarverðlaun Nóbels í fyrra fyrir starf sitt í Sýrlandi, en OPCW er fjölþjóðleg stofnun sem hefur aðsetur í Haag í Hollandi. Stofnunin er í nánu samstarfi við Sameinuðu þjóðirnar og beitir sér fyrir eyðingu efnavopna á heimsvísu og því að samningum þess efnis sé framfylgt.
Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira