Handbolti

Fimm marka tap í Svíþjóð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Arna Sif Pálsdóttir skoraði þrjú mörk af línunni gegn Svíum í kvöld.
Arna Sif Pálsdóttir skoraði þrjú mörk af línunni gegn Svíum í kvöld. Vísir/Valli
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tapaði með fimm mörkum, 31-26, fyrir því sænska í vináttulandsleik í Malmö í kvöld. Svíar leiddu með sex mörkum í hálfleik, 17-11. Liðin mætast aftur á laugardaginn klukkan 17:15 í Skövde.

Birna Berg Haraldsdóttir var markahæst í íslenska liðinu með sex mörk í kvöld, en Ramune Pekarskyte og Brynja Magnúsdóttir komu næstar með fjögur mörk hvor. Brynja var kölluð inn í landsliðshópinn í stað Karenar Knútsdóttur sem meiddist á æfingu í gær.

Karen Helga Díönudóttir og Ragnheiður Júlíusdóttir þreyttu báðar frumraun sína með landsliðinu í kvöld, en sú síðarnefnda skoraði tvö mörk í leiknum.

Florentina Stanciu byrjaði í markinu og varði fjögur skot, þar af eitt víti. Guðrún Ósk Maríasdóttir varði 14 skot (þar af eitt víti), auk þess sem hún skoraði eitt mark.

Markaskorarar Íslands:

Birna Berg Haraldsdóttir 6, Ramune Pekarskyte 4, Brynja Magnúsdóttir 4, Arna Sif Pálsdóttir 3, Steinunn Hansdóttir 2, Unnur Ómarsdóttir 2, Ragnheiður Júlíusdóttir 2, Sunna Jónsdóttir 1, Rut Jónsdóttir 1, Guðrún Ósk Maríasdóttir 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×