Kom ekki nálægt rannsókn á markaðsmisnotkun Landsbankans Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. október 2014 18:52 Jón Óttar Ólafsson Vísir/Pjetur Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi starfsmaður Sérstaks saksóknara, bar í dag vitni í markaðsmisnotkunarmáli sem höfðað er gegn fjórum fyrrum stjórnendum og starfsmönnum Landsbankans. Verjandi Júlíusar Heiðarssonar, sakbornings í málinu, kallaði Jón Óttar fyrir dóminn og spurði hann út í starf sitt hjá Sérstökum saksóknara og ýmislegt tengt því. Jón Óttar var gagnrýninn á störf embættisins og rannsóknaraðferðir þrátt fyrir að hafa ekki komið nálægt rannsókn á því máli sem var til umfjöllunar í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hann gagnrýndi meðal annars notkun kauphallarhermis sem „meikaði ekkert sens“ fyrir honum þar sem hann væri nákvæm eftirlíking eftirlitskerfis Kauphallar Íslands. Allar upplýsingar í herminum væri því hægt að nálgast í Kauphöllinni. Þá gagnrýndi Jón jafnframt þá aðferðafræði sem notuð hefði verið við rannsóknina og sagði hana „lýsandi“ en ekki „greinandi“. Hann átti þar við að ekki væri hægt að sýna fram á óeðlilega hegðun á markaði án þess að vita hvað væri eðlileg hegðun. Svo væri hægt að gera samanburð. „Lykilatriði í því fannst mér alltaf vera hvort að það fyndist eitthvað sambærilegt mynstur innan bankans á fyrri tímabilum og eitthvað svipað mynstur með önnur bréf en bréf í bönkum,“ sagði Jón Óttar og bætti því við að enginn samanburður væri fyrir hendi í gögnum um markaðsmisnotkun Landsbankans. Saksóknari væri einfaldlega að lýsa einstökum viðskiptum. Verjandi Júlíusar lagði fram sem dómskjal viðtal við Jón Óttar sem birtist í Fréttablaðinu í september síðastliðnum. Var Jón spurður út í nokkur ummæli sín þar, meðal annars varðandi það hvort misjafn skilningur hefði verið innan embættis Sérstaks saksóknara á því hvað væru umboðssvik og hvað væri markaðsmisnotkun. Jón Óttar staðfesti fyrir dómi í dag að svo hefði verið og að halda hefði þurft seminar til að skerpa á þessum atriðum við starfsmenn embættisins. Saksóknari spurði Jón hvort að hann hefði sótt þennan seminar en hann kvaðst ekki hafa gert það. Hann vissi hins vegar um efni hans vegna tölvupósts sem sendur hafði verið út á starfsmenn. Saksóknari spurði hvort að það hefði nákvæmlega verið orðað svo að halda ætti seminar vegna misjafns skilnings starfsmanna á umboðssvikum og markaðsmisnotkun. Jón Óttar sagði svo ekki vera, það hefði verið sín túlkun á tölvupóstinum.Sigurjón Þ. Árnason er á meðal sakborninga í málinu. Vísir/VilhelmFullyrti fyrir dómi að hlustað hafi verið á símtöl verjenda og sakborninga Þá var hann einnig spurður út í ummæli sín um símhlustanir og hvernig verklagi í kringum þær hafi verið háttað. Hann kvaðst aldrei hafa séð neinar skriflegar reglur um hlustun á símtölum, ekkert eftirlit hafi verið með því hvort var hlustað eða ekki og ekki hafi verið hægt að skrá símtöl sérstaklega. Hljóðskrárnar hafi verið vistaðar inni á drifi sem var ekki aðgangsstýrt á nokkurn hátt. Saksóknari spurði svo nánar út í verklagið og hvort að einhver hafi ekki þurft að opna drifið sérstaklega fyrir starfsmenn. „Jú, tæknideildin hjá lögreglunni þurfti að opna drifið fyrir mann,“ svaraði Jón þá. Ummæli Jóns Óttars í Fréttablaðinu um að starfsmenn hjá Sérstökum saksóknara hafi hlustað á samtöl verjenda og sakborninga vöktu mikla athygli enda er slíkt ólöglegt. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, hefur hafnað því en Jón Óttar fullyrti aftur fyrir dómi í dag að hlustað hafi verið á slík samtöl. Hann vissi hins vegar ekkert um hvernig símhlustunum hafði verið háttað í tilfelli rannsóknar á markaðsmisnotkun Landsbankans. Í viðtali í Fréttablaðinu sagði Jón jafnframt að skjölum sem hafi sannað sakleysi hans hafi vísvitandi verið haldið eftir af Sérstökum saksónara þegar hann sjálfur var kærður fyrir brot á þagnarskyldu í starfi. Einn verjandanna spurði hvort hann teldi að svo gæti einnig verið í öðrum málum. „Mig grunar að það séu fleiri tilvik um að gögnum sé haldið til baka en ég get auðvitað ekki fullyrt um það,“ sagði Jón Óttar. Vitnaleiðslur halda áfram á morgun. Tengdar fréttir „Átti aldrei von á því að Davíð Oddsson myndi sprengja Glitni í loft upp“ Sigurjón Árnason neitaði að hafa þekkt eitthvað til viðskipta með eigin bréf Landsbankans fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 8. október 2014 15:31 „Ef ég ætti svona mikinn pening myndi ég bara klára Kauphöllina“ Skýrslutaka yfir Sigurjóni Þ. Árnasyni, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 8. október 2014 12:24 Kæran setti lífið úr skorðum Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður hjá sérstökum saksóknara, segir að viðhorf sín til rannsókna efnahagsbrotamála séu gerbreytt eftir að hann sjálfur þurfti að svara fyrir kæru frá embættinu vegna brota á trúnaði í starfi. 13. september 2014 09:00 Reikna með níu daga réttarhöldum yfir Landsbankamönnum Aðalmeðferð í einu stærsta máli sem Sérstakur saksóknari hefur haft til rannsóknar í kjölfar efnahagshrunsins hefst í dag. 1. október 2014 10:37 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira
Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi starfsmaður Sérstaks saksóknara, bar í dag vitni í markaðsmisnotkunarmáli sem höfðað er gegn fjórum fyrrum stjórnendum og starfsmönnum Landsbankans. Verjandi Júlíusar Heiðarssonar, sakbornings í málinu, kallaði Jón Óttar fyrir dóminn og spurði hann út í starf sitt hjá Sérstökum saksóknara og ýmislegt tengt því. Jón Óttar var gagnrýninn á störf embættisins og rannsóknaraðferðir þrátt fyrir að hafa ekki komið nálægt rannsókn á því máli sem var til umfjöllunar í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hann gagnrýndi meðal annars notkun kauphallarhermis sem „meikaði ekkert sens“ fyrir honum þar sem hann væri nákvæm eftirlíking eftirlitskerfis Kauphallar Íslands. Allar upplýsingar í herminum væri því hægt að nálgast í Kauphöllinni. Þá gagnrýndi Jón jafnframt þá aðferðafræði sem notuð hefði verið við rannsóknina og sagði hana „lýsandi“ en ekki „greinandi“. Hann átti þar við að ekki væri hægt að sýna fram á óeðlilega hegðun á markaði án þess að vita hvað væri eðlileg hegðun. Svo væri hægt að gera samanburð. „Lykilatriði í því fannst mér alltaf vera hvort að það fyndist eitthvað sambærilegt mynstur innan bankans á fyrri tímabilum og eitthvað svipað mynstur með önnur bréf en bréf í bönkum,“ sagði Jón Óttar og bætti því við að enginn samanburður væri fyrir hendi í gögnum um markaðsmisnotkun Landsbankans. Saksóknari væri einfaldlega að lýsa einstökum viðskiptum. Verjandi Júlíusar lagði fram sem dómskjal viðtal við Jón Óttar sem birtist í Fréttablaðinu í september síðastliðnum. Var Jón spurður út í nokkur ummæli sín þar, meðal annars varðandi það hvort misjafn skilningur hefði verið innan embættis Sérstaks saksóknara á því hvað væru umboðssvik og hvað væri markaðsmisnotkun. Jón Óttar staðfesti fyrir dómi í dag að svo hefði verið og að halda hefði þurft seminar til að skerpa á þessum atriðum við starfsmenn embættisins. Saksóknari spurði Jón hvort að hann hefði sótt þennan seminar en hann kvaðst ekki hafa gert það. Hann vissi hins vegar um efni hans vegna tölvupósts sem sendur hafði verið út á starfsmenn. Saksóknari spurði hvort að það hefði nákvæmlega verið orðað svo að halda ætti seminar vegna misjafns skilnings starfsmanna á umboðssvikum og markaðsmisnotkun. Jón Óttar sagði svo ekki vera, það hefði verið sín túlkun á tölvupóstinum.Sigurjón Þ. Árnason er á meðal sakborninga í málinu. Vísir/VilhelmFullyrti fyrir dómi að hlustað hafi verið á símtöl verjenda og sakborninga Þá var hann einnig spurður út í ummæli sín um símhlustanir og hvernig verklagi í kringum þær hafi verið háttað. Hann kvaðst aldrei hafa séð neinar skriflegar reglur um hlustun á símtölum, ekkert eftirlit hafi verið með því hvort var hlustað eða ekki og ekki hafi verið hægt að skrá símtöl sérstaklega. Hljóðskrárnar hafi verið vistaðar inni á drifi sem var ekki aðgangsstýrt á nokkurn hátt. Saksóknari spurði svo nánar út í verklagið og hvort að einhver hafi ekki þurft að opna drifið sérstaklega fyrir starfsmenn. „Jú, tæknideildin hjá lögreglunni þurfti að opna drifið fyrir mann,“ svaraði Jón þá. Ummæli Jóns Óttars í Fréttablaðinu um að starfsmenn hjá Sérstökum saksóknara hafi hlustað á samtöl verjenda og sakborninga vöktu mikla athygli enda er slíkt ólöglegt. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, hefur hafnað því en Jón Óttar fullyrti aftur fyrir dómi í dag að hlustað hafi verið á slík samtöl. Hann vissi hins vegar ekkert um hvernig símhlustunum hafði verið háttað í tilfelli rannsóknar á markaðsmisnotkun Landsbankans. Í viðtali í Fréttablaðinu sagði Jón jafnframt að skjölum sem hafi sannað sakleysi hans hafi vísvitandi verið haldið eftir af Sérstökum saksónara þegar hann sjálfur var kærður fyrir brot á þagnarskyldu í starfi. Einn verjandanna spurði hvort hann teldi að svo gæti einnig verið í öðrum málum. „Mig grunar að það séu fleiri tilvik um að gögnum sé haldið til baka en ég get auðvitað ekki fullyrt um það,“ sagði Jón Óttar. Vitnaleiðslur halda áfram á morgun.
Tengdar fréttir „Átti aldrei von á því að Davíð Oddsson myndi sprengja Glitni í loft upp“ Sigurjón Árnason neitaði að hafa þekkt eitthvað til viðskipta með eigin bréf Landsbankans fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 8. október 2014 15:31 „Ef ég ætti svona mikinn pening myndi ég bara klára Kauphöllina“ Skýrslutaka yfir Sigurjóni Þ. Árnasyni, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 8. október 2014 12:24 Kæran setti lífið úr skorðum Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður hjá sérstökum saksóknara, segir að viðhorf sín til rannsókna efnahagsbrotamála séu gerbreytt eftir að hann sjálfur þurfti að svara fyrir kæru frá embættinu vegna brota á trúnaði í starfi. 13. september 2014 09:00 Reikna með níu daga réttarhöldum yfir Landsbankamönnum Aðalmeðferð í einu stærsta máli sem Sérstakur saksóknari hefur haft til rannsóknar í kjölfar efnahagshrunsins hefst í dag. 1. október 2014 10:37 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira
„Átti aldrei von á því að Davíð Oddsson myndi sprengja Glitni í loft upp“ Sigurjón Árnason neitaði að hafa þekkt eitthvað til viðskipta með eigin bréf Landsbankans fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 8. október 2014 15:31
„Ef ég ætti svona mikinn pening myndi ég bara klára Kauphöllina“ Skýrslutaka yfir Sigurjóni Þ. Árnasyni, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 8. október 2014 12:24
Kæran setti lífið úr skorðum Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður hjá sérstökum saksóknara, segir að viðhorf sín til rannsókna efnahagsbrotamála séu gerbreytt eftir að hann sjálfur þurfti að svara fyrir kæru frá embættinu vegna brota á trúnaði í starfi. 13. september 2014 09:00
Reikna með níu daga réttarhöldum yfir Landsbankamönnum Aðalmeðferð í einu stærsta máli sem Sérstakur saksóknari hefur haft til rannsóknar í kjölfar efnahagshrunsins hefst í dag. 1. október 2014 10:37