Lífið

"Ætli þetta hafi ekki bara verið spurning um að deyja eða frelsa sjálfan sig“

Sævar.
Sævar.
Ég settist niður fyrir tveimur árum og byrjaði að skrifa. Mér leið eins og ég væri að aflima sálina á mér fyrir ofan stóru tá í markaðsstarfi sem ég var í. Þá ákvað ég að verða rithöfundur,“ segir Sævar Poetrix sem er að senda frá sér sína fyrstu bók, Hvernig á að rústa lífi sínu... og vera alveg sama.

Sævar er opinskár í bókinni en segir það ekki hafa verið erfitt að opna sig svona. „Sannleikurinn er auðveldasta leiðin til að lifa. Ætli þetta hafi ekki bara verið spurning um að deyja eða frelsa sjálfan sig.“

 Í gær birti hann á Facebook brot úr bókinni og segir viðbrögðin hafa verið góð. „Fólk hefur aðallega verið mjög jákvætt og mjög snortið yfir þessu. Ég upplifi þetta ekki jafn dramatískt og þau þó stuðningurinn komi við steininn í brjóstkassanum. Mögulega því ég hef gengið í gegnum alls konar sársauka sem fylgir því að skipta um skoðun. Eða kannski er ég bara tilfinningalega þroskaheftur. Hver veit?“

Bókin kemur út 15. nóvember en hægt er að kaupa eintak fyrirfram inn á Karolina Fund. 

Hér fyrir neðan má sjá sýnishorn úr bókinni. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×