Erlent

Einn farþega MH17 var með súrefnisgrímu

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Frans Timmermans, utanríkisráðherra Hollands, sagði í sjónvarpsþætti nýverið að einn af 298 farþegum flugvélarinnar sem skotin var niður yfir Úkraínu hafi verið með súrefnisgrímu á sér. Þá sagði hann að farþegar vélarinnar hafi ekki látist samstundis.

Talið er að flugvélin hafi splundrast í loftinu um leið og hún varð fyrir eldflaug.Flugvélin varð fyrir eldflaug á flugi og splundraðist í lofti.

Utanríkisráðherran hefur nú beðist afsökunar á ummælum sínum samkvæmt BBC, þar sem þau hafa farið fyrir brjóstið á fjölskyldum þeirra sem dóu.

„Það síðast sem ég vildi gera var að auka þjáningar þeirra á nokkurn hátt. Ég hefði ekki átt að segja þetta.“

Aðeins einn farþegi fannst með súrefnisgrímu, en hún var þó á hálsi hans en ekki fyrir munninum. Ekki er ljóst hvenær hún var sett á og hvernig. Mögulegt er að það hafi verið gert á jörðu niðri.


Tengdar fréttir

MH17: Lík 80 farþega enn á vettvangi

Teymi rannsóknarsérfræðinga frá Hollandi og Ástralíu er nú komið að staðnum þar sem flak MH 17 liggur. Talið er að lík um 80 farþega séu enn á staðnum.

Afbókaði bæði í flug MH17 og MH370

Hollenskur hjólreiðamaður átti bókað flug bæði með flugi MH370 og flugi MH17 en breytti ferðaáætlunum í bæði skiptin.

Líkamsleifar geymdar í kældum lestarvögnum

Fyrstu hollensku rannsóknaraðilarnir komu að braki Malaysian flugvélarinnar í dag. Brak og líkamsleifar hafa verið færð úr stað sem getur spillt rannsókninni.

Uppreisnarmenn þverneita að hafa skotið vélina niður

Leiðtogi uppreisnarmanna í Úkraínu segir að hann og hans menn hafi ekki yfir að ráða Buk-eldflaugum, en talið er að skotfæri af þeirri tegundinni hafi grandað flugvél Malasíska flugfélagsins, með flugnúmeri MH17.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×