Innlent

Segir Markús ráða því sem hann vill ráða í Hæstarétti

Þorbjörn Þórðarson skrifar
Markús Sigurbjörnsson forseti Hæstaréttar.
Markús Sigurbjörnsson forseti Hæstaréttar.
Í dag kom út bókin Í krafti Sannfæringar - Saga lögmanns og dómara eftir Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi hæstaréttardómara.

Í bókinni varpar Jón Steinar spegli í salarkynni Hæstaréttar en aldrei áður hefur fyrrverandi dómari við réttinn skrifaði um Hæstarétt með þessum hætti opinberlega. 

Í bókinni er talsverð umfjöllun um Markús Sigurbjörnsson forseta Hæstaréttar en á hann er borið bæði lof og last. 

Í einum kafla bókarinnar fjallar Jón Steinar um álagið á Hæstarétti og hvernig þetta álag á réttinn hefur orðið til þess að einstakir dómarar við réttinn, sem standa undir slíku álagi, hafa þurft að taka á sig meiri byrðar. Þá gagnrýnir Jón Steinar það sem hann kallar „fjölskyldustemnningu“ í Hæstarétti. 

Í bókinni segir: 

„Örfáir menn ráða yfir orku og afköstum sem duga til að sinna starfinu þarna eins og vera ber, hinir leita lausnar í „fjölskyldustemmningunni.” Í henni felst líka að þeir hafa tilhneigingu til að beygja sig undir áhrifavald núverandi forseta Hæstaréttar, Markúsar Sigurbjörnssonar, sem þar ræður því sem hann vill ráða og hefur meiri tæknilega kunnáttu og afköst en nokkur hinna. Þeim finnst líka gott að geta átt hann að á erfiðum stundum.“ (bls. 341-342). 

Jón Steinar verður í viðtali í Íslandi í dag á Stöð 2 í opinni dagskrá í kvöld kl. 18:50 þar sem hann ræðir efni bókarinnar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×