Læknar boða til verkfalls Stefán Árni Pálsson skrifar 9. október 2014 10:51 95% lækna samþykktu fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir. visir/getty Yfir 80% af atkvæðisbærum læknum tók þátt í kosningunni og yfir 95% þeirra samþykktu fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir sem gert er ráð fyrir að hefjist þann 27. október næstkomandi. Atkvæðagreiðslu hjá Læknafélagi Íslands um verkfallsboðun lækna er nú lokið. Niðurstaða kosninganna er því afgerandi en þetta er í fyrsta sinn sem læknar á Íslandi, sem fengu takmarkaðan verkfallsrétt fyrir tæpum 30 árum, boða til verkfalls. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Læknafélagi Íslands. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar hefur verið tilkynnt ríkissáttasemjara og formanni Samninganefndar Ríkisins Alls tóku 728 læknar þátt í atkvæðagreiðslunni og samþykktu 699 (96,02%) þeirra tillögu stjórnar LÍ um boðun vinnustöðvunar. Nei sögðu 15 (2,06%) og 14 (1,92%) skiluðu auðu. Fyrirhugaðar aðgerðir eru í samræmi við lög um kjarasamninga opinberra starfsmanna en í þeim öðluðust læknar takmarkaðan verkfallsrétt. Vinna lækna í verkfalli verður í samræmi við undanþágulista sem fjármálaráðuneytið birti í auglýsingu og er gert ráð fyrir að á þeim dögum sem efnt er til verkfalla verði hverju sinni tryggð sambærileg mönnun og tíðkast á frídögum.Verkföll verða með eftirfarandi hætti Náist samningar ekki í tæka tíð munu læknar sem starfa samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og Læknafélags Íslands fara í verkföll með eftirgreindum hætti:1. Frá miðnætti aðfararnótt mánudagsins 27. október til miðnættis þriðjudagsins 28. október 2014 (2 sólarhringar) og frá miðnætti aðfararnótt mánudagsins 17. nóvember til miðnættis þriðjudaginn 18. nóvember 2014 (2 sólarhringar) á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum/sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss: a. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins b. Heilbrigðisstofnun Vesturlands c. Heilbrigðisstofnun Vestfjarða d. Heilbrigðisstofnun Norðurlands e. Heilbrigðisstofnun Austurlands f. Heilbrigðisstofnun Suðurlands g. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja h. Rannsóknarsvið Landspítala i. Kvenna- og barnasvið Landspítala2. Frá miðnætti aðfararnótt miðvikudagsins 29. október til miðnættis fimmtudaginn 30. október 2014 (2 sólarhringar) og frá miðnætti aðfararnótt miðvikudagsins 19. nóvember til miðnættis fimmtudaginn 20. nóvember 2014 (2 sólarhringar) á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum/sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss: a. Sjúkrahúsið á Akureyri b. Lyflækningasvið Landspítala3. Frá miðnætti aðfararnótt mánudagsins 3. nóvember til miðnættis þriðjudaginn 4. nóvember 2014 (2 sólarhringar) og frá miðnætti aðfararnótt mánudagsins 24. nóvember til miðnættis þriðjudaginn 25. nóvember 2014 (2 sólarhringar) á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum/sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss: a. Aðgerðarsvið Landspítala b. Flæðisvið Landspítala4. Frá miðnætti aðfararnótt miðvikudagsins 5. nóvember til miðnættis fimmtudagsins 6. nóvember 2014 (2 sólarhringar) og frá miðnætti aðfararnótt miðvikudagsins 26. nóvember til miðnættis fimmtudagsins 27. nóvember 2014 (2 sólarhringar) á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum/sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss: a. Geðsvið Landspítala b. Skurðlækningasvið Landspítala5. Frá miðnætti aðfararnótt mánudagsins 8. desember til miðnættis þriðjudaginn 9. desember 2014 (2 sólarhringar) á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum/sjúkrahúsum eða svipum sjúkrahúss. a. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins b. Heilbrigðisstofnun Vesturlands c. Heilbrigðisstofnun Vestfjarða d. Heilbrigðisstofnun Norðurlands e. Heilbrigðisstofnun Austurlands f. Heilbrigðisstofnun Suðurlands g. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja h. Rannsóknarsvið Landspítala i. Kvenna- og barnasvið Landspítala j. Aðgerðarsvið Landspítala6. Frá miðnætti aðfararnótt miðvikudagsins 10. desember til miðnættis fimmtudaginn 11. desember 2014 (2 sólarhringar) á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum/sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss: a. Sjúkrahúsið á Akureyri b. Flæðissvið Landspítala c. Lyflækningasvið Landspítala d. Geðsvið Landspítala e. Skurðlækningasvið Landspítala Tengdar fréttir Læknar greiða atkvæði um verkfallsboðun Læknar í Læknafélagi Íslands og skurðlæknafélagi Íslands telja fullreynt að ræða við ríkið eftir venjulegum leiðum. 30. september 2014 12:06 Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Erlent Fleiri fréttir Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Sjá meira
Yfir 80% af atkvæðisbærum læknum tók þátt í kosningunni og yfir 95% þeirra samþykktu fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir sem gert er ráð fyrir að hefjist þann 27. október næstkomandi. Atkvæðagreiðslu hjá Læknafélagi Íslands um verkfallsboðun lækna er nú lokið. Niðurstaða kosninganna er því afgerandi en þetta er í fyrsta sinn sem læknar á Íslandi, sem fengu takmarkaðan verkfallsrétt fyrir tæpum 30 árum, boða til verkfalls. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Læknafélagi Íslands. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar hefur verið tilkynnt ríkissáttasemjara og formanni Samninganefndar Ríkisins Alls tóku 728 læknar þátt í atkvæðagreiðslunni og samþykktu 699 (96,02%) þeirra tillögu stjórnar LÍ um boðun vinnustöðvunar. Nei sögðu 15 (2,06%) og 14 (1,92%) skiluðu auðu. Fyrirhugaðar aðgerðir eru í samræmi við lög um kjarasamninga opinberra starfsmanna en í þeim öðluðust læknar takmarkaðan verkfallsrétt. Vinna lækna í verkfalli verður í samræmi við undanþágulista sem fjármálaráðuneytið birti í auglýsingu og er gert ráð fyrir að á þeim dögum sem efnt er til verkfalla verði hverju sinni tryggð sambærileg mönnun og tíðkast á frídögum.Verkföll verða með eftirfarandi hætti Náist samningar ekki í tæka tíð munu læknar sem starfa samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og Læknafélags Íslands fara í verkföll með eftirgreindum hætti:1. Frá miðnætti aðfararnótt mánudagsins 27. október til miðnættis þriðjudagsins 28. október 2014 (2 sólarhringar) og frá miðnætti aðfararnótt mánudagsins 17. nóvember til miðnættis þriðjudaginn 18. nóvember 2014 (2 sólarhringar) á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum/sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss: a. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins b. Heilbrigðisstofnun Vesturlands c. Heilbrigðisstofnun Vestfjarða d. Heilbrigðisstofnun Norðurlands e. Heilbrigðisstofnun Austurlands f. Heilbrigðisstofnun Suðurlands g. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja h. Rannsóknarsvið Landspítala i. Kvenna- og barnasvið Landspítala2. Frá miðnætti aðfararnótt miðvikudagsins 29. október til miðnættis fimmtudaginn 30. október 2014 (2 sólarhringar) og frá miðnætti aðfararnótt miðvikudagsins 19. nóvember til miðnættis fimmtudaginn 20. nóvember 2014 (2 sólarhringar) á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum/sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss: a. Sjúkrahúsið á Akureyri b. Lyflækningasvið Landspítala3. Frá miðnætti aðfararnótt mánudagsins 3. nóvember til miðnættis þriðjudaginn 4. nóvember 2014 (2 sólarhringar) og frá miðnætti aðfararnótt mánudagsins 24. nóvember til miðnættis þriðjudaginn 25. nóvember 2014 (2 sólarhringar) á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum/sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss: a. Aðgerðarsvið Landspítala b. Flæðisvið Landspítala4. Frá miðnætti aðfararnótt miðvikudagsins 5. nóvember til miðnættis fimmtudagsins 6. nóvember 2014 (2 sólarhringar) og frá miðnætti aðfararnótt miðvikudagsins 26. nóvember til miðnættis fimmtudagsins 27. nóvember 2014 (2 sólarhringar) á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum/sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss: a. Geðsvið Landspítala b. Skurðlækningasvið Landspítala5. Frá miðnætti aðfararnótt mánudagsins 8. desember til miðnættis þriðjudaginn 9. desember 2014 (2 sólarhringar) á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum/sjúkrahúsum eða svipum sjúkrahúss. a. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins b. Heilbrigðisstofnun Vesturlands c. Heilbrigðisstofnun Vestfjarða d. Heilbrigðisstofnun Norðurlands e. Heilbrigðisstofnun Austurlands f. Heilbrigðisstofnun Suðurlands g. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja h. Rannsóknarsvið Landspítala i. Kvenna- og barnasvið Landspítala j. Aðgerðarsvið Landspítala6. Frá miðnætti aðfararnótt miðvikudagsins 10. desember til miðnættis fimmtudaginn 11. desember 2014 (2 sólarhringar) á eftirtöldum heilbrigðisstofnunum/sjúkrahúsum eða sviðum sjúkrahúss: a. Sjúkrahúsið á Akureyri b. Flæðissvið Landspítala c. Lyflækningasvið Landspítala d. Geðsvið Landspítala e. Skurðlækningasvið Landspítala
Tengdar fréttir Læknar greiða atkvæði um verkfallsboðun Læknar í Læknafélagi Íslands og skurðlæknafélagi Íslands telja fullreynt að ræða við ríkið eftir venjulegum leiðum. 30. september 2014 12:06 Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Erlent Fleiri fréttir Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Sjá meira
Læknar greiða atkvæði um verkfallsboðun Læknar í Læknafélagi Íslands og skurðlæknafélagi Íslands telja fullreynt að ræða við ríkið eftir venjulegum leiðum. 30. september 2014 12:06