Lífið

Minnsta kona heims þreytir frumraun sína í sjónvarpi

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
vísir/getty
Fjórða sería af American Horror Story, American Horror Story: Freak Show, er frumsýnd vestan hafs í dag en indverska konan Jyoti Amge þreytir frumraun sína í sjónvarpi í seríunni.

Jyoti er tvítug og frá Nagpur á Indlandi og er skráð í Heimsmetabók Guinness sem lágvaxnasta kona heims, aðeins 62,8 sentímetrar að hæð.

Jyoti komst í heimsmetabókina þann 16. desember árið 2011, á átján ára afmælisdaginn sinn. Hún er haldin sjúkdómi sem kallast achondroplasia, dvergvöxtur sem einkennist af afar stuttum útlimum og of kúptu enni, en bolur er eðlilegur.

Jyoti leikur Ma Petite í American Horror Story, meðlim í leikhópi sem kemur til Flórída árið 1952 en á sama tíma gengur morðingi laus á svæðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×