Lífið

Tugir erlendra kvikmyndaframleiðanda á ráðstefnu á Íslandi

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Hópurinn allur.
Hópurinn allur. mynd/Malcom Carter
Svokölluð IQ-ráðstefna var haldin hér á landi um síðustu helgi og var það íslenska framleiðslufyrirtækið Sagafilm sem stóð fyrir henni. IQ stendur fyrir International Quorum of Motion Pictures Producers, félag eiganda framleiðslufyrirtækja um heim allan. 

Rúmlega hundrað framleiðslufyrirtæki og einstaklingar eru meðlimir í IQ en um áttatíu manns mættu á ráðstefnuna á Íslandi frá öllum heimsálfum, þar á meðal einstaklingar frá Ástralíu, Kólumbíu, Bandaríkjunum, Kanada, Danmörku, Frakklandi, Spáni og Marokkó. Flestir gestanna voru frá Bandaríkjunum.

Gestirnir voru hér á Íslandi í rúma viku að kynna sér land og þjóð ásamt því að fá kynningu á íslenskum fyrirtækjum, en aðilar frá OZ og CCP voru meðal fyrirlesara.

Sagafilm hefur verið meðlimur í IQ-samtökunum í fjölmörg ár og situr Kjartan Þór Þórðarson, forstjóri Sagafilm Nordic, í stjórn samtakanna fyrir hönd framleiðanda „entertainment“-efnis.

Ráðstefnan sem var haldin síðustu helgi hefur verið í undirbúningi hjá Sagafilm síðustu þrjú árin en tæplega fjörutíu íslensk fyrirtæki og stofnanir aðstoðuðu framleiðslufyrirtækið við ráðstefnuhaldið.

Sveinn Kjartansson bauð uppá girnilegar veitingar.mynd/Marie Cermakova
Heimsókn á Bessastaði.mynd/Bragi Valgeirsson
Kjartan Þór Þórðarson með tölu um Sagafilm.mynd/Marie Cermakova
Allir í tölvunni.mynd/Bragi Valgeirsson





Fleiri fréttir

Sjá meira


×