Lífið

Mismunandi kynfæri, BDSM partí og Tinder

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Fyrsti þáttur af Hæpinu var forsýndur í Bíó Paradís í gærkvöldi en þættirnir eru nýir af nálinni og er markhópurinn ungt fólk.

Umsjónarmenn þáttanna eru Katrín Ásmundsdóttir og Unnsteinn Manuel Stefánsson en í fyrsta þætti, sem sýndur er á RÚV í kvöld klukkan 20.45, er fjallað um tilhugalíf ungs fólks, farið í BDSM partý, mismunandi kynfæri skoðuð og skyggnst inní stefnumótaforritið Tinder.

Um ritstjórn þáttanna sér Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir en leikstjóri og framleiðandi er Sævar Guðmundsson.

Birgitta Haukdal, Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, Salóme Þorkelsdóttir, Hera Ólafsdóttir og Embla Dögg Bachmann.
Marianna Rún Kristjánsdóttir og Níels Thibaud Girerd.
Sigríður Ólafsdóttir og Ana Maria Unnsteinsson.
Katrín Ásmundsdóttir, Unnsteinn Manuel Stefánsson, Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir og Skarphéðinn Guðmundsson.
Tómas Hrói Viðarsson, Anna Karen Kristjánsdóttir og Sævar Guðmundsson.
Guðný Helga Herbertsdóttir, Katrín Ásmundsdóttir og Vigdís Hlíf Jóhönnudóttir.
Huldar Bjarmi Halldórsson, Sunna Mjöll Sverrisdóttir, Elín Elísabet Einarsdóttir og Sverrir Páll Sverrisson.
Kjartan Hreinsson og Edda Konráðsdóttir.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×