„Ef ég ætti svona mikinn pening myndi ég bara klára Kauphöllina“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. október 2014 12:24 Sigurjón Árnason í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Vísir/Vilhelm Sjötti dagur aðalmeðferðar í máli Sérstaks saksóknara gegn stjórnendum og starfsmönnum Landsbankans vegna meintrar markaðsmisnotkunar fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri, Ívar Guðjónsson fyrrverandi forstöðumaður eigin fjárfestinga Landsbankans og verðbréfamiðlarnir Júlíus Steinar Heiðarsson og Sindri Sveinsson eru ákærðir fyrir að hafa handstýrt verði á hlutabréfum í bankanum í aðdraganda hrunsins. Með því hafi þeir blekkt almenning og gefið röng og misvísandi skilaboð um verð hlutabréfanna. Skýrslutaka yfir Sigurjóni hefur farið fram í morgun og mun halda áfram eftir hádegi. Hann heldur því fram að viðskipti bankans með eigin hlutabréf hafi verið eðlileg og segir að verðbréfamiðlarar hafi ekki gert neitt rangt í vinnu sinni heldur þvert á móti staðið sig mjög vel. Dagurinn byrjaði á 90 mínútna langri ræðu Sigurjóns þar sem hann fór meðal annars yfir regluverk bankans varðandi verðbréfasvið og hvernig ákvarðanir voru teknar. Þá tók hann sér tíma í að gagnrýna embætti Sérstaks saksóknara og sagði að rannsókn málsins hefði alls ekki verið hlutlaus. „Ég held að það hafi aldrei verið reitt jafnhátt til höggs til að sanna að eitthvað sé glæpur,“ sagði Sigurjón.Myndi kaupa allt í Kauphöllinni nema Össur Hann bætti svo við að yfirmaður saksóknara í málinu og aðstoðarmanna hans, Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, færi grátandi í fjölmiðla til að kvarta undan niðurskurði og að embættið gæti ekki klárað rannsóknir sínar. Dómari minnti Sigurjón þá á að halda sig við sakarefnið. Sigurjón var formaður fjármálanefndar sem var yfir verðbréfasviði bankans. Sú nefnd hittist einu sinni í viku á fundum en að sögn Sigurjóns voru ekki teknar neinar ákvarðanir á nefndarfundum varðandi viðskipti með hlutabréfum bankans eða í öðrum fyrirtækjum. Fundirnir hafi fyrst og fremst snúist um upplýsingagjöf þar sem millistjórnendur hinna ýmsu sviða greindu bankastjórunum, Sigurjóni og Halldóri, frá stöðu mála. Sigurjón heldur því fram að þær aðferðir sem unnið hafi verið eftir varðandi viðskipti bankans í eigin bréfum hafi verið til staðar áður en hann kom þangað til starfa árið 2003. Aldrei hafi neinn gert athugasemdir við viðskiptin fyrr en nú og sé málið allt með ólíkindum. Sérstakur saksóknari hafi snúið öllu á hvolf í málatilbúnaði sínum. Það sé fráleitt að halda því fram að verði Landsbankans hafi verið handstýrt og haldið uppi á ákærutímabilinu, frá 1. nóvember 2007 til 3. október 2008, þar sem verðmæti bankans hafi á því tímabili lækkað um 268 milljarða. „Vitið þið hvað þetta er mikill peningur, 268 milljarðar? Ef ég ætti svona mikinn pening myndi ég bara klára Kauphöllina, kaupa bara allt, nema kannski Össur,“ sagði Sigurjón. Tengdar fréttir Reikna með níu daga réttarhöldum yfir Landsbankamönnum Aðalmeðferð í einu stærsta máli sem Sérstakur saksóknari hefur haft til rannsóknar í kjölfar efnahagshrunsins hefst í dag. 1. október 2014 10:37 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Sjötti dagur aðalmeðferðar í máli Sérstaks saksóknara gegn stjórnendum og starfsmönnum Landsbankans vegna meintrar markaðsmisnotkunar fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri, Ívar Guðjónsson fyrrverandi forstöðumaður eigin fjárfestinga Landsbankans og verðbréfamiðlarnir Júlíus Steinar Heiðarsson og Sindri Sveinsson eru ákærðir fyrir að hafa handstýrt verði á hlutabréfum í bankanum í aðdraganda hrunsins. Með því hafi þeir blekkt almenning og gefið röng og misvísandi skilaboð um verð hlutabréfanna. Skýrslutaka yfir Sigurjóni hefur farið fram í morgun og mun halda áfram eftir hádegi. Hann heldur því fram að viðskipti bankans með eigin hlutabréf hafi verið eðlileg og segir að verðbréfamiðlarar hafi ekki gert neitt rangt í vinnu sinni heldur þvert á móti staðið sig mjög vel. Dagurinn byrjaði á 90 mínútna langri ræðu Sigurjóns þar sem hann fór meðal annars yfir regluverk bankans varðandi verðbréfasvið og hvernig ákvarðanir voru teknar. Þá tók hann sér tíma í að gagnrýna embætti Sérstaks saksóknara og sagði að rannsókn málsins hefði alls ekki verið hlutlaus. „Ég held að það hafi aldrei verið reitt jafnhátt til höggs til að sanna að eitthvað sé glæpur,“ sagði Sigurjón.Myndi kaupa allt í Kauphöllinni nema Össur Hann bætti svo við að yfirmaður saksóknara í málinu og aðstoðarmanna hans, Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, færi grátandi í fjölmiðla til að kvarta undan niðurskurði og að embættið gæti ekki klárað rannsóknir sínar. Dómari minnti Sigurjón þá á að halda sig við sakarefnið. Sigurjón var formaður fjármálanefndar sem var yfir verðbréfasviði bankans. Sú nefnd hittist einu sinni í viku á fundum en að sögn Sigurjóns voru ekki teknar neinar ákvarðanir á nefndarfundum varðandi viðskipti með hlutabréfum bankans eða í öðrum fyrirtækjum. Fundirnir hafi fyrst og fremst snúist um upplýsingagjöf þar sem millistjórnendur hinna ýmsu sviða greindu bankastjórunum, Sigurjóni og Halldóri, frá stöðu mála. Sigurjón heldur því fram að þær aðferðir sem unnið hafi verið eftir varðandi viðskipti bankans í eigin bréfum hafi verið til staðar áður en hann kom þangað til starfa árið 2003. Aldrei hafi neinn gert athugasemdir við viðskiptin fyrr en nú og sé málið allt með ólíkindum. Sérstakur saksóknari hafi snúið öllu á hvolf í málatilbúnaði sínum. Það sé fráleitt að halda því fram að verði Landsbankans hafi verið handstýrt og haldið uppi á ákærutímabilinu, frá 1. nóvember 2007 til 3. október 2008, þar sem verðmæti bankans hafi á því tímabili lækkað um 268 milljarða. „Vitið þið hvað þetta er mikill peningur, 268 milljarðar? Ef ég ætti svona mikinn pening myndi ég bara klára Kauphöllina, kaupa bara allt, nema kannski Össur,“ sagði Sigurjón.
Tengdar fréttir Reikna með níu daga réttarhöldum yfir Landsbankamönnum Aðalmeðferð í einu stærsta máli sem Sérstakur saksóknari hefur haft til rannsóknar í kjölfar efnahagshrunsins hefst í dag. 1. október 2014 10:37 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Reikna með níu daga réttarhöldum yfir Landsbankamönnum Aðalmeðferð í einu stærsta máli sem Sérstakur saksóknari hefur haft til rannsóknar í kjölfar efnahagshrunsins hefst í dag. 1. október 2014 10:37