Íslenski boltinn

Rauschenberg til Lilleström á reynslu

Martin Rauschenberg mun reyna að heilla forráðamenn Lilleström á næstu dögum.
Martin Rauschenberg mun reyna að heilla forráðamenn Lilleström á næstu dögum. Vísir/Andri Marínó
Danski varnarmaðurinn Martin Rauschenberg, sem lék með Stjörnunni á nýafstöðnu tímabili, heldur á næstu dögum til norska úrvalsdeildarliðsins Lilleström til reynslu.

Samningur Rauschenbergs, sem er 22 ára, við Stjörnuna rennur út um áramótin. 

Rauschenberg var lykilmaður í Íslandsmeistaraliði Stjörnunnar og spilaði 21 leik í Pepsideildinni. Hann er einn af fjölmörgum öflugum Dönum sem komið hafa til Stjörnunnar á vegum markvarðaþjálfarans Henryk Boedker.

Eftir því sem Vísir kemst næst hefur Lilleström fylgst með Dananum sterka í sumar og hrifist af leik hans í hjarta Stjörnuvarnarinnar. Hann var á meðal efstu manna í einkunnagjöf Fréttablaðsins og Vísis þetta sumarið en nánar verður fjallað um einkunnagjöfina og helstu niðurstöður sumarsins í Fréttablaðinu á morgun. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×