Lífið

Stefnumótaapp sem tryggir öryggi kvenna

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Seattle-búarnir Susie Lee og Katrina Hess bjuggu til stefnumótaappið Siren sem er nýtt af nálinni. Þær segja að þær hafi búið smáforritið til til að tryggja öryggi kvenna á stefnumótasíðum.

„Mér fannst ég ekki örugg á þessum síðum,“ segir Susie og vísar í síður á borð við Tinder og OkCupid.

„Sérstaklega sem asísk kona. Ég setti mynd á síðuna og allt í einu fékk ég skilaboð frá mönnum með asíska dagdrauma,“ bætir hún við.

Þegar Siren er notað deilir kona aðeins mynd af sér þegar henni líður vel með karlmanninum sem hún er að spjalla við. Það er eingöngu hægt að hlaða inn einni mynd sem gerir það að verkum að samskipti á síðunni snúast meira um að kynnast hvort öðru. 

„Siren gefur konum tækifæri á að senda lágstemmd skilaboð um að þær hafi áhuga, gefur karlmönnum tækifæri á að sýna hverjir þeir eru, vinum að mæla með góðum mönnum og fólki að láta hvort annað brosa,“ segir Susie.

Enn sem komið er er Siren aðeins í boði fyrir þá sem búa í Seattle og eingöngu er hægt að nota forritið ef maður fær boð. Það stendur væntanlega til bóta á næstu mánuðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×