Á að senda saksóknara „berhentan í hringinn“? Þorbjörn Þórðarson skrifar 6. október 2014 19:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætis- og dómsmálaráðherra segir að unnið sé að því að finna lausn fyrir framtíðarfyrirkomulag rannsókna á efnahagsbrotum með það fyrir augum að verkefni sem séu hjá sérstökum saksóknara spillist ekki, en framlög til embættisins hafa verið verulega skert. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, beindi fyrirspurn til dómsmálaráðherra um stöðu sérstaks saksóknara í óndirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. Sextán starfsmönnum embættisins var sagt upp í síðustu viku en fjárheimildir þess eru verulega skertar í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Í lögum um embættið kemur fram að það starfi tímabundið en þar segir: „Dómsmálaráðherra getur eftir 1. janúar 2011 lagt til, að fengnu áliti ríkissaksóknara, að embættið verði lagt niður. Skal hann þá leggja fyrir Alþingi frumvarp þess efnis.“ Þá hafa framlög til embættisins verið skert í fjárlögum síðustu tveggja ára. Dómsmálaráðherra sagði í svari við fyrirspurn Steingríms að unnið væri að breytingum á skipan ákæruvalds í landinu og lausn fyrir framtíðarfyrirkomulag rannsókna á efnahagsbrotum. „Ég get ekki annað en fullvissað háttvirtan þingmann um það að þessi vinna sem er yfirstandandi núna á að leiða til þess að sú vinna sem hefur verið unnin hjá sérstökum saksóknara og öðrum saksóknaraembættum spillist ekki heldur skili sem mestum árangri,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætis- og dómsmálaráðherra. Steingrímur fór yfir þau mál hjá sérstökum saksóknara sem eru til meðferðar hjá dómstólum, en innan skamms verður Al-Thani málið flutt í Hæstaréttari og þá er fjöldinn allur af málum sem bíða fyrirtöku eða aðalmeðferðar.Engin fækkun í „lögfræðingahirðinni“ til varnar „Er meiningin að senda sérstakan saksóknara berhentan í hringinn á móti þessum aðilum? Það er enginn niðurskurður hinum megin. Ég hef ekki orðið var við að það fækki í lögfræðingahirðinni sem er að takast á við sérstakan saksóknara fyrir dómstólum. Verðum við ekki að tryggja réttaröryggi í landinu m.a. með því að sjá til þess að saksóknari búi við sómasamleg starfskjör,“ sagði Steingrímur. „Það er algjör óþarfi fyrir háttvirtan þingmann að reyna að ala á einhverri tortryggni eða búa til æsing eða gefa í skyn að menn ætli að veikja réttarkerfið. Þvert á móti stendur til að styrkja fyrirkomulag ákæruvalds á Íslandi og þar verður að sjálfsögðu staða sérstaks saksóknara tekin með í reikninginn,“ sagði Sigmundur Davíð. Mest lesið Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Innlent Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Fleiri fréttir Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætis- og dómsmálaráðherra segir að unnið sé að því að finna lausn fyrir framtíðarfyrirkomulag rannsókna á efnahagsbrotum með það fyrir augum að verkefni sem séu hjá sérstökum saksóknara spillist ekki, en framlög til embættisins hafa verið verulega skert. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, beindi fyrirspurn til dómsmálaráðherra um stöðu sérstaks saksóknara í óndirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. Sextán starfsmönnum embættisins var sagt upp í síðustu viku en fjárheimildir þess eru verulega skertar í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Í lögum um embættið kemur fram að það starfi tímabundið en þar segir: „Dómsmálaráðherra getur eftir 1. janúar 2011 lagt til, að fengnu áliti ríkissaksóknara, að embættið verði lagt niður. Skal hann þá leggja fyrir Alþingi frumvarp þess efnis.“ Þá hafa framlög til embættisins verið skert í fjárlögum síðustu tveggja ára. Dómsmálaráðherra sagði í svari við fyrirspurn Steingríms að unnið væri að breytingum á skipan ákæruvalds í landinu og lausn fyrir framtíðarfyrirkomulag rannsókna á efnahagsbrotum. „Ég get ekki annað en fullvissað háttvirtan þingmann um það að þessi vinna sem er yfirstandandi núna á að leiða til þess að sú vinna sem hefur verið unnin hjá sérstökum saksóknara og öðrum saksóknaraembættum spillist ekki heldur skili sem mestum árangri,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætis- og dómsmálaráðherra. Steingrímur fór yfir þau mál hjá sérstökum saksóknara sem eru til meðferðar hjá dómstólum, en innan skamms verður Al-Thani málið flutt í Hæstaréttari og þá er fjöldinn allur af málum sem bíða fyrirtöku eða aðalmeðferðar.Engin fækkun í „lögfræðingahirðinni“ til varnar „Er meiningin að senda sérstakan saksóknara berhentan í hringinn á móti þessum aðilum? Það er enginn niðurskurður hinum megin. Ég hef ekki orðið var við að það fækki í lögfræðingahirðinni sem er að takast á við sérstakan saksóknara fyrir dómstólum. Verðum við ekki að tryggja réttaröryggi í landinu m.a. með því að sjá til þess að saksóknari búi við sómasamleg starfskjör,“ sagði Steingrímur. „Það er algjör óþarfi fyrir háttvirtan þingmann að reyna að ala á einhverri tortryggni eða búa til æsing eða gefa í skyn að menn ætli að veikja réttarkerfið. Þvert á móti stendur til að styrkja fyrirkomulag ákæruvalds á Íslandi og þar verður að sjálfsögðu staða sérstaks saksóknara tekin með í reikninginn,“ sagði Sigmundur Davíð.
Mest lesið Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Innlent Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Fleiri fréttir Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Sjá meira