Lífið

Fullt hús á íslenskri forvarnarmynd

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
vísir/ernir
Lokuð forsýning var á Stattu með þér! í Bíó Paradís í dag. Myndin er fyrsta íslenska forvarnarmyndin gegn ofbeldi sem gerð hefur verið fyrir tíu til tólf ára börn.

Myndin verður frumsýnd í grunnskólum um land allt samtímis fimmtudaginn 9. október en um er að ræða sjálfstætt framhald verðlaunamyndarinnar Fáðu já! Myndirnar eiga það sameiginlegt að spyrna gegn kynferðisofbeldi og klámvæðingu með sjálfsvirðingu og jákvæðni að vopni.

Í Stattu með þér! er skorað á staðalmyndir á borð við „harða gaurinn“ og „fáklæddu poppsöngkonuna“. Þar er einnig fjallað um samfélagsmiðla, ofbeldi og hvernig krakkar geta dregið sín eigin mörk – jafnvel gagnvart fullorðnu fólki. Leikstjórn er í höndum Brynhildar Björnsdóttur en handritið skrifaði Þórdís Elva Þorvaldsdóttir.

Stóri salurinn í Bíó Paradís var fullur af fólki í dag og var stemningin góð eins og sést á meðfylgjandi myndum.

Brynhildur Björnsdóttir, leikstjóri myndarinnar og Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, handritshöfundur.
Fullur salur.
Aldís Yngvadóttir og Bragi Guðbrandsson.
Ingibjörg Reynisdóttir og Óskar Guðnason.
Kristín Jónsdóttir, Karen Ásta Kristjánsdóttir og Jóna Pálsdóttir.
Kolbrún Sara Haraldsdóttir, Hanna Birna Kristjánsdóttir og Hildur Kaldalóns Björnsdóttir.
Edda Bryndís Ármannsdóttir og Sigríður Björnsdóttir.
Þórdís og Brynhildur ásamt leikurum myndarinnar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×