Lífið

"Ég hef pissað á mig“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Leikkonan Saga Garðarsdóttir var gestur í spjallþættinum Loga á Stöð 2 á föstudagskvöldið.

Í þættinum talaði Saga um það gríðarlega keppnisskap sem hún er með en þegar þáttarstjórnandinn Logi Bergmann spurði hana hve langt hún væri tilbúin að ganga til að vinna fór Saga hjá sér, eins og sést í meðfylgjandi myndbroti. 

„Ég hef pissað á mig,“ sagði Saga og þá klappaði salurinn mikið. „Sem að fólk á ekki að klappa fyrir. Fólk á að hugsa: Æi, en hræðilega sorglegt. Hún er mjög veik,“ bætti Saga þá við og sagði frá því þegar hún var í íþróttalýðháskóla í Danmörku áður en hún fór í leiklistarskóla.

„Ég var tilvonandi Annie Mist,“ sagði Saga en einn daginn í lýðháskólanum buðu nokkrar danskar stelpur henni með sér út að hlaupa. 

„Ég ætlaði ekki að láta danskar frikadellur og flödebollur sigra mig,“ sagði Saga þegar hún lýsti því þegar hún þaut af stað og ætlaði að sigra í spretthlaupinu.

„Allt í einu byrja ég að leka. Ég átta mig á því að ég hef ekki kraft til að hlaupa svona hratt og halda í mér í einu,“ bætti Saga við. Hún ákvað að halda áfram að hlaupa með þvagið í buxunum og var á undan öllum dönsku stelpunum. Hins vegar fékk hún svo að vita þegar að hlaupið var búið að ekki var um keppni að ræða heldur æfingu fyrir keppni sem átti að vera tveimur dögum síðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×