Lífið

Blake Lively á von á barni

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Leikkonan Blake Lively á von á sínu fyrsta barni með leikaranum Ryan Reynolds. Þetta tilkynnti Blake með því að setja mynd af sér á heimasíðu sína Preserve.

Á myndinni, sem tekin var af bróður hennar Eric Lively, sést Blake í ljósaskiptunum, haldandi um óléttubumbuna.

Blake og Ryan gengu í það heilaga í september árið 2012 og síðan þá hefur leikkonan talað mjög opinskátt um að hún vildi stofna til fjölskyldu.

„Ég þarf að fara að byrja. Ef ég gæti hrækt út úr mér krakkahóp þá myndi ég gera það,“ lét Blake hafa eftir sér í tímaritinu Marie Claire í síðasta mánuði. Ryan virðist vera á sömu bylgjulengd ef marka má viðtal við hann í Details í ágúst í fyrra.

„Við komum bæði úr stórum fjölskyldum - foreldrar mínir eiga fjögur börn og foreldrar Blake eiga fimm. Sumir segja að það sé brjálæði en við vitum það þegar við erum á þessum stað. Ég held að við munum ganga hamingjusöm í gegnum þetta.“

Blake og Ryan.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.