Grétar: Ekkert heyrt í KR Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. október 2014 13:00 Grétar í eldlínunni með KR í sumar. Vísir/Andri Marinó Grétar Sigfinnur Sigurðarson verður samningslaus eftir tíu daga en hann hefur ekkert heyrt frá forráðamönnum KR um framhaldið. Þetta sagði hann í samtali við Vísi í dag. „Ég vona svo sannarlega að ég verði áfram í KR en það hefur bara enginn talað við mig um það. Ég veit ekki hverjar líkurnar eru á því að það gerist,“ sagði Grétar. „Mér finnst það pínu skrýtið að menn hafi ekki haft samband,“ bætti hann enn fremur við. Óvissa er um framtíð þjálfarans Rúnars Kristinssonar hjá félaginu og herma heimildir Vísis að uppstokkun sé í vændum í leikmannahópi KR-inga fyrir næstu leiktíð. „Sjálfsagt eru þeir að skoða sín mál og þetta er allt saman í þeirra höndum. En þeir mega heldur ekki missa leikmenn. Ég mun núna skoða þessi mál í rólegheitum í október og við sjáum hvað verður.“ „En ég vil vera áfram í KR. Ég er uppalinn hér og elska þennan klúbb. En það þarf að vera áhugi fyrir hendi og mér finnst að ég hafi staðið mig vel í gegnum árin.“ „Það er allt opið og ég tel að ég eigi mikið inni - bæði í árum og í getu.“ KR endaði tímabilið í þriðja sæti Pepsi-deildarinnar en varð bikarmeistari. „Við viljum auðvitað vinna titilinn á hverju ári. Við fengum þannig uppeldi. Ég er því þokkalega ánægður með sumarið - ég skoraði mikið og við fengum ekki mikið af mörkum á okkur.“ Grétar Sigfinnur er 32 ára gamall og hefur leikið með KR, Víkingi, Val og Sindra á fjórtán ára ferli í meistaraflokki. Hann á rúmlega 300 leiki að baki í deild og bikar og hefur skorað í þeim 35 mörk. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Enski boltinn Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Handbolti Fleiri fréttir Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Sjá meira
Grétar Sigfinnur Sigurðarson verður samningslaus eftir tíu daga en hann hefur ekkert heyrt frá forráðamönnum KR um framhaldið. Þetta sagði hann í samtali við Vísi í dag. „Ég vona svo sannarlega að ég verði áfram í KR en það hefur bara enginn talað við mig um það. Ég veit ekki hverjar líkurnar eru á því að það gerist,“ sagði Grétar. „Mér finnst það pínu skrýtið að menn hafi ekki haft samband,“ bætti hann enn fremur við. Óvissa er um framtíð þjálfarans Rúnars Kristinssonar hjá félaginu og herma heimildir Vísis að uppstokkun sé í vændum í leikmannahópi KR-inga fyrir næstu leiktíð. „Sjálfsagt eru þeir að skoða sín mál og þetta er allt saman í þeirra höndum. En þeir mega heldur ekki missa leikmenn. Ég mun núna skoða þessi mál í rólegheitum í október og við sjáum hvað verður.“ „En ég vil vera áfram í KR. Ég er uppalinn hér og elska þennan klúbb. En það þarf að vera áhugi fyrir hendi og mér finnst að ég hafi staðið mig vel í gegnum árin.“ „Það er allt opið og ég tel að ég eigi mikið inni - bæði í árum og í getu.“ KR endaði tímabilið í þriðja sæti Pepsi-deildarinnar en varð bikarmeistari. „Við viljum auðvitað vinna titilinn á hverju ári. Við fengum þannig uppeldi. Ég er því þokkalega ánægður með sumarið - ég skoraði mikið og við fengum ekki mikið af mörkum á okkur.“ Grétar Sigfinnur er 32 ára gamall og hefur leikið með KR, Víkingi, Val og Sindra á fjórtán ára ferli í meistaraflokki. Hann á rúmlega 300 leiki að baki í deild og bikar og hefur skorað í þeim 35 mörk.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Enski boltinn Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Handbolti Fleiri fréttir Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Sjá meira