Íslenski boltinn

Aron Elís í læknisskoðun í dag

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Vilhelm
Aron Elís Þrándarson mun fara í læknisskoðun hjá norska liðinu Álasundi í dag.

Álasund og Víkingur komust að samkomulagi um kaupverð í síðasta mánuði en Aron Elís hélt utan um helgina eftir að tímabilinu lauk í Pepsi-deild um helgina.

Aron Elís missti þó af síðustu leikjum Víkinga vegna meiðsla en það kom þó ekki að sök. Víkingur náði með naumindum að tryggja sér fjórða sæti deildarinnar og þar með þátttökurétti í Evrópudeild UEFA.

Hann á eftir að semja um kaup og kjör og gerir það ef hann stenst læknisskoðun.

Aron Elís er 20 ára gamall og var lykilmaður í liði Víkinga í sumar. Hann á samtals að baki 65 leiki í deild og bikar með liðinu og hefur skorað í þeim 26 mörk.


Tengdar fréttir

Hallur Hallsson hellti sér yfir þjálfara Vals

"Það var heldur betur fast sótt að mér og þetta er bara fótbolti," segir Magnús Gylfason, þjálfari Vals, en hann lenti í kröppum dansi á Víkingsvellinum í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×