Vígamenn ISIS samtakanna í Sýrlandi eru sagðir við það að ná borginni Kobani á sitt vald sem er talið hafa gríðarlega hernaðarlega þýðingu í för með sér. Borgin er rétt við landamæri Tyrklands þar sem Kúrdar eru fjölmennir og nái ISIS menn völdum í borginni er óttast um líf íbúanna sem taldir eru villutrúar af ofstækismönnunum.
Hernaðarlega væri sigur í Kobani mikilvgægur þar sem samtökin væru þá með landsvæði í Sýrlandi á sínu valdi sem næði frá borginni Raqqa, sem er þeirra sterkasta vígi, og að tyrknesku landamærunum en þar á milli eru um hundrað kílómetrar.
Framgangur ISIS á svæðinu hefur komið á óvart enda hafa Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra gert fjölmargar loftárásir á vígamennina um helgina, án mikils árangurs, að því er virðist.
Kobani við það að falla
