Emil Hallfreðsson lagði upp sigurmark Hellas Verona í 1-0 sigri á Cagliari í ítölsku A-deildinni í fótbolta í dag. Þetta var fyrsti leikur Emils eftir að hann missti föður sinn.
Emil missti af tveimur síðustu leikjum Verona vegna fráfals föðurs síns og byrjaði hann leikinn á bekknum.
Emil kom inn á í stöðunni 0-0 en átti sendinguna á Panagiotis Tachtsidis sem skoraði sigurmarkið einni mínútu fyrir leikslok.
Verona er í fimmta sæti með 11 stig eftir sex leiki. Cagliari er í 14. sæti með fjögur stig.
