Handbolti

Fram aftur upp að hlið Gróttu

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Sigurbjörg Jóhannsdóttir skilaði sínu að vanda
Sigurbjörg Jóhannsdóttir skilaði sínu að vanda
Þrír leikir voru á dagskrá Olís deildar kvenna í handbolta í dag. Fram lagði HK 26-21 í Digranesi, KA/Þór vann Hauka 22-19 á Akureyri og Selfoss sigraði Fylki 26-22 á Selfossi.

Fram náði Gróttu að stigum á toppi deildarinnar með sigrinum. Bæði lið með fullt hús stiga eftir fjóra leiki. Haukar og HK eru með fjögur stig um miðja deild. Selfoss er með þrjú stig í sjöunda sæti og Fylkir og Þór/KA eru með tvö stig í tíunda og ellefta sæti.

HK – Fram 21-26

Fanney Þóra Þórsdóttir 5, Þórhildur Braga Þórðardóttir 4 – Ragnheiður Júlíusdóttir 5, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 5, Elísabet Gunnarsdóttir 4.

Þór/KA – Haukar 22-19

Birta Fönn Sveinsdóttir 9, Paula Chirila 4, Martha Hermansdóttir 4 – Marija Gedroit 5, Ragnheiður Ragnarsdóttir 4.

Selfoss – Fylkir 26-22

Carmen Palamariu 6, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 5, Kristrún Steinþórsdóttir 4, Thelma Sif Kristjánsdóttir 4 – Díana Kristín Sigmarsdóttir 5, Rebekka Friðriksdóttir 5, Thea Imani Sturludóttir 4.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×