Handbolti

Naumur sigur Stjörnunnar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Valli
Tveir leikir fóru fram í Olísdeild kvenna í kvöld en Stjarnan komst upp í þriðja sæti deildarinnar með eins marks sigri á Val, 25-24.

Valskonur voru með forystu í hálfleik, 12-11, en heimamenn reyndust sterkari í þeim síðari. Stefanía Theodórsdóttir fór mikinn í kvöld og skoraði tíu mörk fyrir Stjörnuna en Sigurlaug Rúnarsdóttir skoraði sex fyrir Val.

Grótta er enn á toppnum með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir en liðið vann öruggan sigur á botnliði ÍR í kvöld, 32-19. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir og Karólína B. Lárudóttir skoruðu sjö mörk hvor fyrir Gróttu.

Úrslit kvöldsins:

Stjarnan - Valur 25-24 (11-12)

Mörk Stjörnunnar: Stefanía Theodórsdóttir 10, Esther Viktoría Ragnarsdóttir 4, Þórhildur Gunnarsdóttir 4, Sandra Sif Sigurjónsdóttir 3, Andrea Valdimarsdóttir 2, Arna Björk Almarsdóttir 1.

Mörk Vals: Sigurlaug Rúnarsdóttir 6, Bryndís Elín Halldórsdóttir 5, Marija Mugsoa 5, Yuxin Bu 3, Morgan Marie McDonald 2, Jónína Líf Ólafsdóttir 2, Vigdís Birna Þorsteinsdóttir 1.

Grótta - ÍR 32-19 (14-10)

Mörk Gróttu: Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 7, Karólína B. Lárudóttir 7, Anett Köbli 6, Eva Björk Davíðsdóttir 5, Guðný Hjaltadóttir 3, Sunna María Einarsdóttir 1, Arndís María Erlingsdóttir 1, Anna Katrín Stefánsdóttir 1, Ásthildur Embla Friðgeirsdóttir 1.

Mörk ÍR: Brynhildur Bergmann Kjartansdóttir 8, María Másdóttir 3, Sólveig Lára Kristjánsdóttir 3, Sigrún Ása Ásgrímsdóttir 2, Hildur María Leifsdóttir 1, Þorbjörg Anna Steinarsdóttir 1, Helena Jónsdóttir 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×