Viðskipti innlent

Sjálfstæðisflokkurinn tapaði 127 milljónum á síðasta ári

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir / Valgarður
Rekstur Sjálfstæðisflokksins kostaði 317 milljónir króna á síðasta ári. Flokkurinn aflaði 245 milljóna króna tekna. Þar til viðbótar kostaði rekstur fasteigna í eigu flokksins 27 milljónum. Sjálfstæðisflokkurinn skilaði því 127 milljóna tapi.

Þetta kemur fram í ársreikningi flokksins sem birt var í dag á vef Ríkisendurskoðunar. Þar kemur fram að ríkisframlög hafi numið 85 milljónum, framlög sveitarfélaga 19 milljónum og framlög lögaðila 24 milljónum. Framlög einstaklinga, þar með talin félagsgjöld, námu 33 milljónum.

Framlög opinberra aðila til flokksins námu því samtals 104 milljónum króna og er meginuppistaðan í tekjum hans, líkt og hjá öðrum stjórnmálaflokkum.

Eigið fé Sjálfstæðisflokksins var jákvætt um 417 milljónir króna.

Aðeins einn einstaklingur styrkti flokkinn umfram 200 þúsund krónur en nafngreina þarf einstaklinga sem styrkja svo mikið. Þá styrktu 25 fyriræki flokkinn um fjögur hundruð þúsund krónur, sem er lögbundið hámark styrkja. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×