Alþingi

Alþingi

Fréttir af löggjafarþingi Íslendinga, þingmönnum og fleiri tengdum málum.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Vilja vita hvort Jón Gunnars­son hafi brotið siða­reglur þing­manna

Náttúruverndarsamtök Íslands hafa sent forsætisnefnd Alþingis erindi um hvort að Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafi brotið siðareglur fyrir alþingismenn ef hann þáði boð eiganda Hvals hf. á alþjóðlega ráðstefnu. Jón hefur sagst hafa greitt allan kostnað við ferðina sjálfur þrátt fyrir orð sonar hans um annað á leynilegri upptöku.

Innlent
Fréttamynd

Telur til­lögu um af­nám á­minningar á leið í ruslið

Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins beindi fyrirspurn til Daða Más Kristóferssonar fjármála- og efnahagsráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum: Hvað verður um tillöguna um að fella brott áminningar til opinberra starfsmanna?

Innlent
Fréttamynd

Að komast frá mömmu og pabba

Að kaupa sína fyrstu fasteign er stórt og spennandi skref, en fyrir marga unga Íslendinga virðist það oft vera nánast ómögulegt verkefni. Hátt fasteignaverð, strangar lánareglur og síhækkandi daglegur kostnaður hafa gert það að verkum að mörg ungmenni eiga erfitt með að kaupa sína fyrstu íbúð án aðstoðar.

Skoðun
Fréttamynd

Efast um að ráð­herra sé í her­ferð gegn fjöl­miðlum

Formaður Blaðamannafélags Íslands segir skorta rök fyrir stefnubreytingu ríkisstjórnarinnar þegar kemur að styrkjum til fjölmiðla sem boðaðir hafa verið. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir útlit fyrir að refsa eigi fjölmiðlum sem reynst hafi erfiðir stjórnvöldum.

Innlent
Fréttamynd

Skilur ekkert í af­stöðu sam­takanna

Til stendur að snúa umdeildri breytingu á Búvörulögum í fyrra horf áður en Hæstiréttur kveður upp sinn dóm um lögin. Formaður Bændasamtakanna segir breytingu í fyrra horf vega að hagsmunum bænda, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekanda segir afstöðu samtakanna óskiljanlega.

Innlent
Fréttamynd

Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir for­eldra

„Stærsti vandi leikskólanna í dag er skortur á leikskólakennurum. Og hvernig ætla einkafyrirtækin að fá leikskólakennara? Þau ætla að hækka launin þeirra. Er þetta ekki sama fólk og kvartar yfir því oft á tíðum ef laun kennara eru hækkuð,“ sagði Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Aukið fjár­magn til að stytta bið

Heilbrigðisráðherra ætlar að setja auka þrjú hundruð og fimmtíu milljónir króna í baráttuna við vímuefnavanda. Með því vonast ráðherrann til að hægt verði að stytta bið eftir úrræðum og koma í veg fyrir sumarlokanir.

Innlent
Fréttamynd

Af­nemur handhafalaun vegna for­seta­valds

Hægt væri að spara að minnsta kosti sjötíu milljarða króna í rekstri ríkissjóðs næstu fjögur ár samkvæmt tillögum hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra segir hægt að byrja strax á að sameina lögregluembætti. Þá hefur hún ákveðið að afnema handhafalaun vegna forsetavalds.

Innlent
Fréttamynd

Enginn upp­fyllti skil­yrðin í upp­hafi

Enginn stjórnmálaflokkur uppfyllti skilyrði nýrra laga um skráningu flokka þegar fjármálaráðuneytið greiddi út fyrstu styrkina eftir lagabreytingu. Fjármálaráðherra telur að ráðuneytið hefði átt að bíða með greiðslurnar þar til skráning flokkanna væri lögum samkvæmt.

Innlent
Fréttamynd

Fékk blóð­nasir í pontu

Alma Möller heilbrigðisráðherra var í miðri setningu í pontu á Alþingi þegar hún skyndilega fékk blóðnasir. Hlé var gert á þingfundi.

Innlent
Fréttamynd

Segir reynsluna úr at­vinnu­lífinu hafa skipt sköpum fyrir sigurinn

Guðrún Hafsteinsdóttir, nýr formaður Sjálfstæðisflokksins, segir nauðsynlegt að nýta tímann í stjórnarandstöðu til að líta inn á við. Sjálfstæðisflokkurinn eigi að vera stærri og breiðari fylking. Hún vill koma flokknum „aftur í bílstjórasæti íslenskra stjórnmála“. Ný forysta fái það hlutverk að endurhugsa starf flokksins.

Innlent
Fréttamynd

Bein út­sending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis heldur í dag opinn fund þar sem fjallað verður um ákvörðun Daða Más Kristóferssonar fjármála- og efnahagsráðherra um að krefjast ekki endurgreiðslu framlaga til stjórnmálasamtaka. Daði Már mætir sjálfur og situr fyrir svörum hjá nefndinni.

Innlent
Fréttamynd

Ný for­ysta Sjálf­stæðis­flokksins kjörin

Guðrún Hafsteinsdóttir var kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins í Laugardalshöll eftir harða keppni við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur. Kosningin var jöfn og spennandi, en Guðrún hafði að lokum sigur með 19 atkvæða mun.

Innlent
Fréttamynd

„Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir boðaðar breytingar á lögum, sem fela í sér auknar heimildir lögreglu, ekki ógna stoðum réttarríkisins. Drög að frumvarpi dómsmálaráðherra hafa verið kynnt í samráðsgátt, sem hefur það að markmiði að auka skilvirkni og efla getu yfirvalda til að endurheimta ávinning af glæpum. Meðal þess sem lagt er til er að við rannsókn hafi lögregla heimild til að óska eftir upplýsingum hjá fjármálafyrirtækjum án dómsúrskurðar.

Innlent