Innlent

Lögreglumaðurinn hefur enn ekki verið yfirheyrður

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Mynd tengist frétt ekki beint.
Mynd tengist frétt ekki beint. Vísir / Anton
Lögreglumaðurinn sem grunaður er um að hafa stungið sektargreiðslum í vasann í umdæmi lögreglunnar á Seyðisfirði hefur ekki enn verið yfirheyrður. Þetta segir Jónas Wilhelmsson, yfirlögregluþjónn á Eskifirði, sem fer með rannsókn málsins.

Jónas segir að rannsókn málsins gangi ágætlega en hann hefur áður upplýst að rannsóknin sé umfangsmikil. Málið kom innan lögregluembættisins á Seyðisfirði upp í lok ágúst og var tilkynnt til ríkissaksóknara. Því var svo vísað til rannsóknar hjá lögreglunni á Eskifirði.

„Við erum ekki búnir að sjá það,“ segir Jónas aðspurður um upphæðina sem lögreglumaðurinn er grunaður um að hafa tekið. 


Tengdar fréttir

Sakaður um að stinga sektargreiðslum í eigin vasa

Lögreglumaðurinn við embætti lögreglunnar á Seyðisfirði, sem grunaður er um alvarlegt brot í starfi, er talinn hafa stungið sektargreiðslum í eigin vasa. Um er að ræða sektir sem erlendir ferðamenn greiddu í reiðufé.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×