Enski boltinn

Gylfi lagði upp tvö í jafntefli Swansea | 14 mörk í fjórum leikjum

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Swansea skorar
Swansea skorar vísir/getty
Gylfi Þór Sigurðsson byrjaði leikinn fyrir Swansea sem gerði 2-2 jafntefli við Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni í dag. Gylfi lagði upp bæði mörk Swansea.

Wilfred Bony kom Swansea yfir á 17. mínútu en Papiss Cisse jafnaði metin á markamínútunni, þeirri 43.

Wayne Routledge kom Swansea aftur yfir á fimmtu mínútu seinni hálfleiks. Cisse jafnaði metin stundarfjórðungi fyrir leikslok og þar við sat.

Swansea er með ellefu stig eftir sjö umferðir. Newcastle er með 4 stig í fallsæti.

Hull skellti nýliðum Crystal Palace 2-0 með mörkum í seinni hálfleik. Mohamed Diamé og Nikica Jelavic skoruðu  mörkin.

Það var nýliðaslagur á King Power leikvanginum í Leicester þar sem heimamenn og Burnley gerðu 2-2 jafntefli.

Jeffery Schlupp og Riyad Mahrez komu Leicester í tvígang yfir í fyrri hálfleik en Michael Kightly skoraði í milli tíðinni. Ross Wallace tryggði Burnley stig með marki á sjöttu mínútu uppbótartíma seinni hálfleiks.

Að lokum lagði Sunderland Stoke City 4-1 á heimavelli.

Connor Wickham kom Sunderland yfir á fjórðu mínútu en Charlie Adam jafnaði metin á 15. mínútu. Átta mínútum síðar kom Steven Fletcher Sunderland yfir á ný og staðan í hálfleik 2-1.

Fletcher skoraði öðru sinni ellefu mínútum fyrir leikslok og gulltryggði sigurinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×