Samsung hefur birt myndband af þeim þungaprófum sem, nýjasti sími fyrirtækisins, Note 4 fór í gegnum. Sérstakt tæki er notað til að líkja eftir því að sest er á símann hundrað sinnum og álagi er beint á símann, til að sannreyna að hann bogni ekki.
Fyrirtækið vill greinilega að neytendur viti að síminn beygist ekki eins og iPhone 6 plus síminn.