Hlutabréfamarkaðir vestan hafs bregðast við ebólusmiti Aðalsteinn Kjartansson skrifar 1. október 2014 23:32 Rick Perry, ríkisstjóri í Texas, fór yfir málið með fjölmiðlum í dag. Vísir / AFP Ótti hefur gripið um sig á bandarískum hlutabréfamörkuðum eftir að ebóla greindist í manni í Texas á þriðjudag. Hlutabréfaverð lækkaði um meira en eitt prósent í dag, miðvikudag, fyrsta dag viðskipta frá því að ebólutilfellið var staðfest. Lækkun vísitölu NYSE fyrir flugfélög nam 3,1 prósenti, sem er sú mesta síðan í janúar. Maðurinn sem smitaður er af ebólu liggur nú á sjúkrahúsi í Texas. Hann smitaðist á ferð í Líberíu í Vestur-Afríku en hann flaug til Bandaríkjanna fyrir helgi. Hann leitaði sér aðstoðar við slappleika á föstudag þar sem hann var sendur heim með sýklalyfjaskammt, án greiningar. Hann var svo fluttur aftur á spítalann með sjúkrabíl tveimur dögum síðar. Greint hefur verið frá því að maðurinn hafi kastað upp fyrir utan heimili sitt áður en hann var fluttur á brott með sjúkrabíl. Ebóla smitast ekki í gegnum loft heldur aðeins í gegnum snertingu við hverskonar líkamsvessa. Bandarísk heilbrigðisyfirvöld hafa nokkra einstaklinga sem maðurinn átti í samskiptum við áður honum var komið undir læknishendur undir eftirliti. Talið er að hann hafi átt samneyti við átján manns, þar af fimm börn. Börnin fóru öll í skóla eftir að hafa hitt manninn en eftir að smitið greindist hafa þau verið látin halda sig heima þar sem fylgst er með því hvort þau sýni einkenni ebólusmits. Talið að enginn hafi smitast af manninum og vonast er til að búið sé að koma í veg fyrir frekari smit. Enn er þó fylgst með öllum þeim sem komu nálægt honum eftir að hann fór að sýna merki smits. Ebóla Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Ótti hefur gripið um sig á bandarískum hlutabréfamörkuðum eftir að ebóla greindist í manni í Texas á þriðjudag. Hlutabréfaverð lækkaði um meira en eitt prósent í dag, miðvikudag, fyrsta dag viðskipta frá því að ebólutilfellið var staðfest. Lækkun vísitölu NYSE fyrir flugfélög nam 3,1 prósenti, sem er sú mesta síðan í janúar. Maðurinn sem smitaður er af ebólu liggur nú á sjúkrahúsi í Texas. Hann smitaðist á ferð í Líberíu í Vestur-Afríku en hann flaug til Bandaríkjanna fyrir helgi. Hann leitaði sér aðstoðar við slappleika á föstudag þar sem hann var sendur heim með sýklalyfjaskammt, án greiningar. Hann var svo fluttur aftur á spítalann með sjúkrabíl tveimur dögum síðar. Greint hefur verið frá því að maðurinn hafi kastað upp fyrir utan heimili sitt áður en hann var fluttur á brott með sjúkrabíl. Ebóla smitast ekki í gegnum loft heldur aðeins í gegnum snertingu við hverskonar líkamsvessa. Bandarísk heilbrigðisyfirvöld hafa nokkra einstaklinga sem maðurinn átti í samskiptum við áður honum var komið undir læknishendur undir eftirliti. Talið er að hann hafi átt samneyti við átján manns, þar af fimm börn. Börnin fóru öll í skóla eftir að hafa hitt manninn en eftir að smitið greindist hafa þau verið látin halda sig heima þar sem fylgst er með því hvort þau sýni einkenni ebólusmits. Talið að enginn hafi smitast af manninum og vonast er til að búið sé að koma í veg fyrir frekari smit. Enn er þó fylgst með öllum þeim sem komu nálægt honum eftir að hann fór að sýna merki smits.
Ebóla Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira