Ákvörðun ríkissaksóknara mikil vonbrigði Aðalsteinn Kjartansson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 1. október 2014 18:05 Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari hefur lýst sig vanhæfa til að fjalla um endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálsins. Hún segir það vera vegna fjölskyldutengsla sinna við Örn Höskuldsson sem var einn af rannsakendum málsins á sínum tíma. Hann er kvæntur móðursystur Sigríðar.Treystir sjálfri sér „Þessar aðstæður gefa réttmætt tilefni til að efast um óhlutdrægni mína hvað varðar umsögn ríkissaksóknara um viðhorf til endurupptökubeiðnanna," segir Sigríður í bréfi sem hún sendi dómsmálaráðherra, Ragnari Aðalsteinssyni lögmanni, Erlu Bolladóttur og Guðjóni Skarphéðinssyni, sakborninga í málinu. Í bréfinu segir Sigríður að niðurstaða um vanhæfi sitt ráðist ekki af því hvort hún telji sig geta fjallað um endurupptökubeiðnirnar á hlutlægan hátt heldur af því hvort almenningur og þeir sem hlut eiga að máli geti treyst því að svo sé. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson dómsmálaráðherra þarf nú að setja löghæfan mann til að veita endurupptökunefnd skriflega greinargerð með viðhorfum til endurupptökubeiðnanna sem liggja fyrir.Furðar sig á tímanum Ragnar, lögmaður bæði Erlu og Guðjóns, segir í samtali við Vísi að hann sé sammála niðurstöðu Sigríðar en furðar sig á því hversu langan tíma það tók að fá niðurstöðuna. „Ég er sammála þeirri lögfræðilegu niðurstöðu að ríkissaksóknari sé vanhæf til meðferðar málsins vegna skyldleikatengsla við Örn Höskuldsson,“ segir hann. „Hinsvegar hefði þetta átt að liggja fyrir fyrir löngu. Þegar þáverandi dómsmálaráðherra hafði samband við embætti ríkissaksóknara, einhvertíman 2012 eða ´13 – 2012 líklega – út af þessu máli," segir Ragnar. „Þá hefði ríkissaksóknari átt að lýsa því yfir að hún væri vanhæf til meðferðar málsins.“Mikil vonbrigði Erla Bolladóttir sagði ákvörðun ríkissaksóknara mikil vonbrigði. Sigríður hafi frá upphafi verið fullkomlega meðvituð fjölskyldutengsl hennar við Örn Höskuldsson. „Þetta eru gífurleg vonbrigði,“ sagði Erla í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Það er eitthvað meira að gerast en bara það sem er að gerast í dag. Sigríður hlýtur að hafa vitað allan tímann af þessum fjölskyldutengslum og að rannsókn þessa máls hvíldi mikið á hans herðum. Ég er að reyna að skilja hvers vegna hún sækir um frest og á síðustu stundu hún lýsi sig vanhæfa,” sagði Erla. Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira
Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari hefur lýst sig vanhæfa til að fjalla um endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálsins. Hún segir það vera vegna fjölskyldutengsla sinna við Örn Höskuldsson sem var einn af rannsakendum málsins á sínum tíma. Hann er kvæntur móðursystur Sigríðar.Treystir sjálfri sér „Þessar aðstæður gefa réttmætt tilefni til að efast um óhlutdrægni mína hvað varðar umsögn ríkissaksóknara um viðhorf til endurupptökubeiðnanna," segir Sigríður í bréfi sem hún sendi dómsmálaráðherra, Ragnari Aðalsteinssyni lögmanni, Erlu Bolladóttur og Guðjóni Skarphéðinssyni, sakborninga í málinu. Í bréfinu segir Sigríður að niðurstaða um vanhæfi sitt ráðist ekki af því hvort hún telji sig geta fjallað um endurupptökubeiðnirnar á hlutlægan hátt heldur af því hvort almenningur og þeir sem hlut eiga að máli geti treyst því að svo sé. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson dómsmálaráðherra þarf nú að setja löghæfan mann til að veita endurupptökunefnd skriflega greinargerð með viðhorfum til endurupptökubeiðnanna sem liggja fyrir.Furðar sig á tímanum Ragnar, lögmaður bæði Erlu og Guðjóns, segir í samtali við Vísi að hann sé sammála niðurstöðu Sigríðar en furðar sig á því hversu langan tíma það tók að fá niðurstöðuna. „Ég er sammála þeirri lögfræðilegu niðurstöðu að ríkissaksóknari sé vanhæf til meðferðar málsins vegna skyldleikatengsla við Örn Höskuldsson,“ segir hann. „Hinsvegar hefði þetta átt að liggja fyrir fyrir löngu. Þegar þáverandi dómsmálaráðherra hafði samband við embætti ríkissaksóknara, einhvertíman 2012 eða ´13 – 2012 líklega – út af þessu máli," segir Ragnar. „Þá hefði ríkissaksóknari átt að lýsa því yfir að hún væri vanhæf til meðferðar málsins.“Mikil vonbrigði Erla Bolladóttir sagði ákvörðun ríkissaksóknara mikil vonbrigði. Sigríður hafi frá upphafi verið fullkomlega meðvituð fjölskyldutengsl hennar við Örn Höskuldsson. „Þetta eru gífurleg vonbrigði,“ sagði Erla í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Það er eitthvað meira að gerast en bara það sem er að gerast í dag. Sigríður hlýtur að hafa vitað allan tímann af þessum fjölskyldutengslum og að rannsókn þessa máls hvíldi mikið á hans herðum. Ég er að reyna að skilja hvers vegna hún sækir um frest og á síðustu stundu hún lýsi sig vanhæfa,” sagði Erla.
Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira